Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 14
stöðum, sem ég hef komizt að.
,,Er ekki svo ?“ sagði ég við
hraustlega manninn. Hann brosti
breitt og kinkaði kolli.
,,Hver líkamshreyfing talar
sínu máli,“ sagði Shakespeare í
Vetrarœtíintýri. Eins og allir
miklir mannþekkjarar skildi hann,
að líkaminn er fullkomnasti lyga-
mælirinn. Hversu vel sem mað-
ur gætir orða sinna og andlits-
svips, getur maður ekki hindrað,
að hinar sönnu tilfinningar og
hugsanir birtist í fasi, tilburðum
og kækjum.
Hæfileikinn til að þýða þessi
merki er mjög mikilvægur fyrir
sölumenn, leikara, stjórnmála-
menn og lögfræðinga. Vanur
rannsóknardómari, sem þarf að
fást við þrjóskt vitni, er stöðugt
á verði til að taka eftir merkjum
um geðshræringar — skyndilegri
handhreyfingu, til dæmis, eða
taktfast stapp með öðrum fætin-
um.
Rannsóknardómarinn Louis
Nizer hefur sagt mér, að ef vitni
strjúki sér ósjálfrátt um munn-
inn, þegar það á að svara spurn-
ingu, gangi hann afar hart að
þeim hinum sama. ,,Vitnið sýn-
ir með þessu, að því er órótt í
skapi og vill helzt losna við að
svara spurningunni,“ útskýrði
Nizer.
Það eru vissar hreyfingar, sem
svo að segja örugglega sýna hugs-
ana- og tilfinningaviðbrögð. Það
getið þið sjálf reynt með því að
setja ykkur í stellingar og reyna
svo að kalla fram geðhrif, sem
eru þveröfug við þau, sem þessi
stelling annars ber vott um.
Reynið til dæmis að kalla fram
reiðitilfinningu meðan þið stand-
ið með álútt höfuð og brosið blítt.
Hið sanna eðli mannsins birtist
greinilega í vanaföstum tilburðum
hans. Roosevelt forseti var ætíð
vanur að halda löngu sígarettu-
munnstykkinu glæsilega vísandi
upp á við — táknrænt fyrir hina
öruggu bjartsýni hans. Hinn
kunni rannsóknardómari, Dar-
row, var öldungis bjargfastur og
óraskanlegur, þegar hann stóð
gleitt, með höfuðið ofurlítið álútt
og þumalfingurna undir axla-
böndunum. Dewey, fylkisstjóri í
New York, lyftir upp báðum
höndum, þegar hann vill leggja
mikla áherzlu á eitthvað, er hann
segir. Hvort sem þessir tilburðir
eru tillærðir eða ósjálfráðir, vill
hann segja með þeim: ,,Hérna
hafið þið mig eins og ég er, ég
hef engu að leyna.‘
Manneskja, sem einhverju hef-
ur að leyna, reynir venjulega að
fela hendurnar, eða snúa þeim
þannig, að lófarnir sjáist ekki.
Það er afar mikilvægt fyrir
skapgerðargreininguna að taka
12
HEIMILISRITIÐ