Heimilisritið - 01.07.1952, Page 6

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 6
hefði áður liðið, og einhvern veg- inn fannst mér sem vanlíðan mín stafaði ekki öll frá hjartabilun minni. Eg hallaði mér fram í hina breiðu gluggakistu og þrýsti and- litinu þétt upp að rúðunni, sem regnið buldi án afláts á. Ég hafði setið þannig í glugga- syllunni drykklanga stund og horft út í myrkrið, en tunglið, sem var í fyllingu, óð í svörtum skýjum og gaf því frá sér tak- markaða birtu. Ég sá síkið og bakkann umhverfis það nokkurn veginn greinilega. Síkið var ó- venjulega vatnsmikið núna, enda hafði rignt mikið undan farna viku, og regnvatnið því safnazt í það. Ég ætlaði að fara að snúa frá glugganum, er ég sá skyndi- lega hvar tvær mannverur komu labbandi eftir forugum síkisbakk- anum og báru eitthvað fyrirferð- armikið á milli sín. Mannverurn- ar staðnæmdust frammi á síkis- bakkanum, beint framundan glugganum mínum, og lögðu byrðina þar. Ég þrýsti andlitinu þéttar að rúðunni til að sjá bet- ur, hvað nú myndi ske. Ég fann að ég var undarlega máttlaus, á- kafur hjartsláttur greip mig, svo að ég fékk andþrengsli og ég fór að nötra og skjálfa ... í þetta skipti örugglega af taugaæsingu. Ég sá verurnar í fyrstu fremur ógreinilega, en svo skauzt tungl- ið fram úr skýjabakka og þá sá ég greinilega að mennirnir þötuðu út í loftið, bentu við og við á byrð- ina og svo út á síkið. Helzt virt- ust þeir vera að deila um eitt- hvað. Ég fann það á mér, að eitt- hvað óhugnanlegt var að gerast þarna og mig langaði til að æpa upp, flýta mér frá glugganum, svo að ég sæi ekki það, sem mig grunaði að verða myndi, en ég gat það ekki. Eg var algjörlega máttvana. Hversu feginn sem ég vildi, gat ég hvorki hrært legg né lið, aðeins legið hjálf-kjökrandi af skelfingu og taugaæsingu og starað á það sem fram fór. Skyndilega hættu mannverurn- ar patinu, þær gripu byrðina, hófu hana á loft — sveifluðu henni nokkrum sinnum á milli sín og . . . ég náði ekki andan- um fyrir áköfum hjartslætti og geðshræringu. Byrðin flaug út yf- ir síkið í litlum boga. Rétt er hún var að snerta yfirborð þess, kvað við nístandi dauðans angistarvein frá konu.“ Nú þagnaði maðurinn andartak og grúfði andlitið í höndum sér. Hinn maðurinn var farinn að halda, að hann ætlaði ekki að segja meira, þegar hann skyndi- lega rétti úr sér og sagði með rödd, sem var hás af geðshrær- ingu: ,,Neyðarópið var svo nístandi 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.