Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 51

Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 51
r~ -s PYNDING. — Ef þig drcymir að þú sjáir ejnhver pyndaðan og kvalinn, mun þung byrði á þig lögð. PYRAMIDI. — Að dreyma þessi furðulegu mannvirki er fyrir sérlega góðu. Dreymandinn mun vaxa að vjrðingu og frægð. Fólk mun sækjast eftir að kynnast honum. PONNUKAKA. — Ef þig dreymir að þú sért að eta pönnuköku, muntu verða gæfusöm(samur) í ástum og störfum. RABARBARI. — Ef þig dreymir að þú sért að skera rabarbara, mun ein- hver, sem einhvern tíma hefur virzt vera óvinur þinn, verða einn af þínum beztu vinum. RAKARI. — Ef þig dreymir rakara, skaltu gæta þess betur en að undan- förnu, að framferði þitt veki ekkj misskilning og ef til vill verðskuld- aða vantrú á þér. Oft er það fyrir tjóni að dreyma að verið sé að raka mann. RÁN. — Sjá Þjófnaður. REFUR. — Að sjá ref í draumi táknar að einhver sitji á svikráðum við þig, ef til vill manneskja sém þú terystir. Drepa ref í draumi, merk- ir, að einhver sem þú þarfnast muni koma til þín. Dreymi þig að þú látir vel að ref, er það fyrir hættu, mjög bráðlega. REGN. — Sjá Rigning. REGNBOGI getur táknað margt í draumi, og fer það þá eftir efni draums- ins. Oft getur hann boðað óvæntar fréttir úr fjarlægð eða hagkvæmt ferðalag í útlöndum. Ástvinum táknar hann stöðuglyndi, hamingju og giftingu á næstunni. Kaupsýslumönnum boðar hann fjáröflun í öðrum löndum. En yfírleitt er hann fyrir einhverri breytingu á hög- um dreymandans. Regnbogi á austurlofti: góðar fréttir, batnandi kjör; á vesturlofti: leiðindi; beint yfir höfði manns: dauði eða slysfarir. REGNHLIF. — Ef þig dreymir að þú týnir regnhlíf, muntu bráðlega fá mjög eftirsóknarverða gjöf. Kaupa regnhlíf er hættumerki, sennilega slasastu eða meiðist. Sumir telja regnhlíf boða skammvinna hamingju. REIÐHJÓL. — Dreymi þig að þú sért að ferðast á reiðhjóli, táknar það erfiðleika sem þú sigrast á, ef þú hefur það hugfast og breytir eftir því, að bezt er á sjálfan sig að treysta. Ljóshærðum er ráðlegast að tortryggja dökkhærðar persónur, ef um ástamál er að ræða. Hjólirðu allt hvað af tekur, máttu búast við að einhver reyni að eyðileggja mannorð þitt. Sjá annan á hjóli: tefldu ekki í tvísýnu. REIÐI. — Ef þig dreymir, að þú sért reiður, skaltu vera á verði gegn mögulegum óvinum, sem geta gert þér miska. Oft er það þó svo, að ef þig dreymir að þú sért reiður við einhverja ákveðna persónu, er hún einmitt bezti vinur þinn. Að vera skammaður í draumi er fyrir heimilisófriði og ætti að vera hvatning til að gæta sín vel í orði og s._______________________________________________________________________/ JÚLÍ, 1952 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.