Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 4

Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 4
meðal okkar gekk hann, áður en langt um leið — undir nafninu „tréfótur“, Hvílíka eldraun mátti veslings maðurinn ganga í gegn- um hjá þessum ruddalega bekk. Þó að hann væri greindur, og \ tilfinninganæmur og auk þess fullur áhuga fyrir velferð okk- ar. hafði hann enga reynslu í að halda aga. Forsprakkinn í ofsóknunum gegn honum var hávaxinn 17 ára piltur að nafni Duncan Orr, og Jean Dalrymple, stolt og sómi bekkjarins, studdi hann með ráðum og dáð. Jean var reglu- lega fögur, há og beinvaxin og geislandi af hreysti og fjöri, mó- eyg með glóbjarta, hrokkna lokka Qg blómlegt litaraft, enda var hún bóndadóttir. Auk góðs búgarðs átti faðir hennar stóra og gróðavænlega kornverzlun, svo að Jean taldist til heldra fólksins í þorpinu. Þar sem við hinir nemendurnir geng- um venjulega 1 skólann með töskurnar okkar og nestisbitann, tvær brauðsneiðar með ávaxta- mauki vafðar í dagblað, var henni ekið í skemmtivagni föð- ur hennar og samið um, að hún fengi alltaf góðan heitan hádeg- isverð í brauðsölubúð í grennd við skólann. Án efa var Jean blíðlynd að eðlisfari, þó að hún væri ein- þykk í lund og of viss um sína eigin töfra. En vinsældir hennar og athyglin, sem hún vakti alls staðar, varð til þess að spilla henni og gera hana harðbrjósta og „hálfforskrúfaða“ eins og við orðuðum það í skólanum. Henni tókst aldeilis upp, þegar hún var að erta „Tréfót“. Hún hermdi eftir göngulagi hans, teiknaði skopmyndir af honum á töfluna, áður en hann kom inn í skólastofuna, og í kennslustundunum lagði hún fyrir hann óþægilegar spurning- ar, svo að allur bekkurinn skelli- hló, því að hún var greind og hnyttin. Það var sama, hvernig „Tréfótur" lagði sig í líma til þess að vinna hylli hennar, hún hratt honum alltaf frá með keskni sinni. í fyrstunni setti hann rauðan og honum vafðist tunga um tönn, en von bráðar lærðist honum að taka þessu með þögn og þolinmæði. Hann horfði aðeins á hinn yndisfagra andstæðing sinn með einkenni- legt blik í viðkvæmnislegum, brúnum augunum. Eitt ár leið, og hópurinn okkar tvístraðist í önnum síðustu daganna. Loka- dansleikurinn var haldinn í hlöðu hjá Dalrymple. Þar var glatt á hjalla, og við vorum öll full af framtíðaráformum. Ég ætlaði að reyna að fá styrk til háskóla- 2 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.