Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 26

Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 26
tíu mínútum of snemma á ferð- inni.“ ,.En góði Jónatan, þú veizt, hvað þú verður gramur, ef þú kemur of seint 1 lestina. Þú laet- ur alltaf eins og óður maður, ef þú neyðist til að fara með þeirri næstu.“ „Það veit ég. En tíu mínútum of snemma!“ „Þú ferð of snemma á fætur,“ sagði Anna brosandi. „Ég veit ekki hvernig maður á að haldast 1 rúminu, þegar ilm- ur af kaffi og fleski og eggjum fyllir húsið.“ Þriðja morguninn borðuðu þau morgunverðinn saman, en það bætti ekkert stemmninguna. Þegar Anna sagði „elskan mín“, rumdi bara í Jónatan á bak við morgunblaðið. „Ég verð að fá dálítið af pen- ingum í þessari viku,“ sagði hún. „Peninga?“ sagði Jónatan og lét blaðið síga. „Ég er nýbúinn að láta þig fá peninga. Á þriðju- daginn.“ „Það er vika síðan,“ sagði Anna. Hún reyndi að útskýra: „Við höfum fengið marga gesti til —“ „Allt í lagi! Allt í lagi!“ sagði Jónatan. En það var ekki allt í lagi. Frú Engel, sem sýslaði í eld- húsinu, fann að ekki var allt 24 eins og vera bar milli Önnu og Jónatans, en hún gat ekki skilið, hvað það væri. Til þess að reyna að bæta úr því, bjó þún til enn- þá betri mat og hélt húsinu enn hreinna og fágaðra. En það virt- ist ekki stoða neitt. Jafnvel Mike skynjaði breyt- inguna á andrúmsloftinu. Það var rétt eins og þegar maður ætlaði sér í skógarferð, og svo gerði úrhellisrigningu. Hann og Jónatan dönsuðu aldrei framar stríðsdans Indíána, skreyttir með fjöðrum úr hatti Önnu. Og í heila viku hafði Jónatan gleymt að reka upp Tarzan-öskr- ið, þegar hann kom heim síð- degis. Þegar Mike fór í feluleik við Önnu, varð hann stundum að bíða lengi bak við stóru klukkuna, og þegar hann svo gafst upp og kom fram, stóð hún og talaði í símann. Nú dvaldi hann meira og meira frammi í eldhúsi hjá frú Engel------og ræddi oft um það við hana, hvernig hún hefði komizt ofan af himnum vængjalaus. ÞRIÐJU vikuna var matur frú Engels jafn himneskur og áður, en ástandið hafði síður en svo skánað. Anna hugsaði oft um, hvað hefði í raun og veru gerzt. Ef til vill hlaut það að fara þannig. Þau höfðu framlengt HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.