Heimilisritið - 01.10.1954, Page 27
hveitibrauðsdagana úr hálfum
mánuði í sjö ár. Þau.höfðu verið
heppnari en flest önnur ung
hjón. Ef til vill fór svona um
alla. Þau eltust. Þau voru ekki
börn lengur. Nú voru þau tekin
að stillast. Hún ásetti sér að tala
um það við Jónatan, er hann
kæmi heim.
En þegar hann opnaði dyrnar
um kvöldið, sá hún á hrukkun-
um á enni hans, að betra myndi
að fresta þessum umræðum.
Jónatan kyssti hana af skyldu-
rækni, og hún tók við hattinum
hans og skjalatösku. Augu henn-
ar voru skær og tindrandi. Hún
reyndi að fá hann til að brosa.
„Hefur þetta verið slæmur dag-
ur?“ spurði hún.
„Ég hef verið í réttinum í all-
an dag. Ég er dauðuppgefinn."
„Þú ættir að fá þér steypibað
til að hressast," sagði Anna.
Hann hristi höfuðið. „Ég vil
bara borða og hátta svo.“
„En góði, það geturðu ekki.“
„Get ég ekki?“
Rödd hennar var hlý og sam-
úðarfull: „Jónatan, þú hefur
gleymt, að Jean og Tom koma
til kvöldverðar.“
„Getum við þá aldrei átt ró-
legt kvöld saman heima?“ spurði
hann. „Þetta hús líkist meira og
meira almennu veitingahúsi.“
Það hafði gerzt eitthvað mjög
svo hrapalegt með kraftaverk
Önnu og Jónatans. Það verkaði
ekki lengur — þau skemmtu sér
ekki vitund. Þau gerðu aldrei
framar neitt eftir skyndiduttl-
ungum. Nú var allt vandlega
skipulagt fyrirfram. Jónatan
kom aldrei framar heim með
blómvönd og lítið spjald, sem
stóð á: „Gleðilegan fimmtudag!“
Anna tyllti sér ekki framar á
tá og kyssti hann á nefbroddinn.
Anna og Jónatan höfðu skipt á
rennibraut sinni og hringekju.
Eini gallinn var sá, að hún fór
aðeins hring eftir hring og þau
komust aldrei út úr henni.
í vikulokin stóðu Anna og
Jónatan hvort andspænis öðru
eins og þau ættu að fara inn í
hringinn og hefja hnefaleika-
keppni. Það voru ákafar deilur,
síðan langar, ólundarlegar þagn-
ir. Eitt kvöldið sneru þau bara
baki hvort við öðru og sögðu
„góða nótt“, en kysstust ekki.
Það var í fyrsta sinn í sjö ár.
Daginn eftir hringdi Jónatan
heim, og fékk þessi skilaboð frá
frú Engel: „Frúin er því miður
ekki heima. Ég held hún sé í
golfklúbbnum.“
LAGLEGT! hugsaði Jónatan.
Já, svo sannarlega. Hér sit ég í
daunillri skrifstofu guðslangan
daginn og þræla eins og jálkur
OKTÓBER, 1954
25