Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 28
-----og hún getur farið út og
leikið golf. Anna hefur breytzt,
hugsaði hann. Fyrst, þegar við
vorum gift, var gaman að gera
ýmislegt í sameiningu, jafnvel
smávægilega hluti. Hann minnt-
ist gönguferða um skóginn, og
að þau höfðu haldizt í hendur í
bíó. Og nú var einungis hring-
iða samkvæmislífsins. Golf-
klúbbur! Kokkteil-veizlur! Gest-
ir til kvöldverðar! Það var satt
hjá honum, þau höfðu breytt
heimili sínu í veitingahús. Af
hverju gátu þau ekki verið eins
og áður? Nú voru þau aldrei
eins og þau áttu að sér. Ef til
vill, ef þau hefðu ekki fengið
ráðskonu-------. En hann vissi,
að Anna var ófús að afsala sér
frú Engel.
HÚN hugsaði á sömu leið.
Hún reyndi að komast til botns
í hlutunum á leiðinni heim úr
golfklúbbnum. Það var ekki af
því, að hún elskaði Jónatan ekki
framar. Það var bara þetta, að
þau skemmtu sér ekki saman
lengur. Þau höfðu ekki tíma til
hversdagslegra hluta, sem þau
höfðu skemmt sér við áður. Þau
gáfu sér ekki tíma til að unnast.
Einu sinni hafði hver dagur ver-
ið þeim mikilvægur. Nú liðu
dagarnir alltof fljótt. Hún mundi
aldrei hvort heldur var fimmtu-
dagur eða föstudagur án þess að
líta á dagatalið. Húshjálpin hafði
gert þeim lífið erfiðara, í stað
þess að létta það. En Anna vissi,
hversu mjög Jónatan hafði ver-
ið umhugað að fá hana. — Hon-
um myndi aldrei koma til hugar
að láta frú Engel fara.
Þegar Anna kom heim, sagði
frú Engel henni, að Jónatan
hefði hringt. Hún leit á klukk-
una — hún var hálfsex — hann
gat komið á hverri stundu. En
í því hringdi síminn, og Anna
fann strax á sér, að það var
Jónatan — og það var eins og
hún vissi, hvað hann myndi
segja.
„Ég kem ekki heim í kvöld,11'
sagði hann.
Hún reyndi áð tala rólega og
hiklaust. „Hvað er að, góði?
Misstir þú af lestinni?"
Röddin var hörð og beisk.
„Hefurðu ekki heyrt það? Það
hefur verið grenjandi stórhríð,
og lestirnar komast ekki áfram.“
„Jónatan," sagði Anna. „Það
er miður júní.“
„Hverju skiptir það?“ spurði
hann. „Lestirnar ganga ekki.
Húsbóndinn óskar, að ég borði
með sér. Þú getur svo sjálf ráð-
ið, hverju þú trúir. Að minnsta
kosti kem ég ekki heim!“
„Jónatan, ég bið þig — komdu
heim. Við verðum að tala sam-
26
HEIMILISRITIÐ