Heimilisritið - 01.10.1954, Page 39

Heimilisritið - 01.10.1954, Page 39
Illir andctr, lyf og læknar t---------------------------------------- Framhald bókarinnar um þróun læknavísindanna, eftir dr. med. HOWARD W. HAGGARD _______________________________________) PEST OG PERSÓNUFRELSI DREPSÓTTIR GEISA enn óhindrað í mörgum löndum, sem skemmra eru á veg komnar í siðmenningu en vesturlanda- þjóðir, en slíkar farsóttir valda okkur ekki neinum áhyggjum vegna eigin öryggis. Flest fólk ~ tekur það sem sjálfsagðan hlut, að við séum ómóttækileg, eða þá að vegna landfræðilegrar legu okkar geti þessar sóttir ekki náð til okkar. En sannleikurinn er sá, að við erum engu ómóttækilegri nú en f'ólk var á miðöldum. Það 1 eru fáir sjúkdómar, sem land- fræðileg staða ein fær hindrað. Það er ekkert nema nútíma varnarráðstafanir, sem halda .. sýkingunni frá oss. Asíu-kólera er landlægur sjúk- dómur í Indlandi, en kemur ekki upp í Ameríku nú á tímum. En árið 1842 breiddist þessi sjúk- dómur frá heimastöðvum sínum í Asíu yfir mestan hluta Evrópu og Ameríku. Hann hélt innreið sína í Quebeck í Canada og það- an hélt hann áfram eftir sam- gönguleiðunum upp til Vatn- anna Miklu og komst vestur á bóginn alla leið að herstöðvun- um við efri Missisippi. Sama ár komst hún til New York, og 1840 létust um það bil 4500 úr kóleru í þeirri borg. Næstu tuttugu ár dóu 9000 manna í New York úr þessum sjúkdómi. Árið 1883 gaus upp landfarsótt og sjúkdómurinn komst aftur til New York, en nú voru varnarráðstafanir komn- ar til skjalanna. Einungis níir manns létust í borginni. Síðan hafa ekki orðið nein kólerudauðsföll í New York, þótt miklar drepsóttir hafi geng- ið sem faraldur annars staðar í heiminum. Heilbrigðiseftirlit og sóttkvíun innflytjenda eru hald- góðar ráðstafanir gagnvart þess- um sjúkdómi. Gula-sóttin kom í veg fyrir að OKTÓBER, 1954 I 37

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.