Heimilisritið - 01.10.1954, Page 40

Heimilisritið - 01.10.1954, Page 40
Frakkar gætu grafið gegnum Panamaeiðið. Svo mikið var mannfallið úr þessum sjúkdóm. að sagt er, að Fransmaður liggi grafinn undir hverju þverbandi Panamajárnbrautarinnar. Gula- sóttin var sá faraldur, sem gerði Panama að „Gröf hins hvíta manns“, þar til Gorgas hershöfð- ingi gerði þær ráðstafanir, sem sigruðust á henni. í Bandaríkj- unum óttast nú enginn, að Gula- sóttin komi upp. En árið 1783 féllu 10% af íbúum Fíladelfíu í gulu-sóttinni. Eftirfarandi skýrsla er lýsing á ástandinu þá: „Yfirþyrming íbúa Fíladelfíu var óskapleg. Örvæntingu og skelfingu mátti lesa í andliti næstum hvers manns. Margir þeir, sem lifðu, lokuðu sig inni í húsum sínum og þorðu ekki að ganga um strætin. .. . Líkum hinna merkustu borgara, jafn- vel þeirra, sem ekki létust úr pestinni, var ekið til grafar á vagngrind án allrar viðhafnar eða fylgdar vandamanna, með einum negra í ekilsæti. Fólk hörfaði undan í skyndi, ef það mætti líkvagni. Margir notuðu aldrei gangstéttina, gengu held- ur ávallt á miðri götu, til þess að vera sem lengst frá húsum, sem fólk hafði dáið í. Vinir og kunningjar forðuðust hver ann- an og létu nægja að kinka kolli kuldalega, er þeir mættust á göt- um úti. Hinn gamli siður, að takast í hendur, komst svo gjör- samlega úr tízku, að mörgum varð á að hörfa undan óttaslegn- ir, ef þeim var rétt hönd. Litið var á þann, sem bar einhver tákn sorgar, svarta slæðu eða annað, sem hreina eiturnöðru, er allir forðuðust að koma ná- lægt, og margir hældu sér af því„ hve snjallir þeir væru í því, að fara áveðurs framhjá hverjum sem þeir mættu. Það má teljast sennilegt, að London hafi á síð- ustu mánuðum Svartadauða sýnt meiri merki skelfingar en. Fíladelfíuborg á tímabilinu frá 24. eða 25. apríl til síðustu daga septembermánaðar. Meðan þetta hryggilega ástand hélzt, og fólk var á yztu brún örvæntingar, er varla að undra, þótt hinir ömur- legustu atburðir ættu sér stað, atburðir sem virtust benda til fullkominna slita á nánustu böndum þjóðfélags og fjöl- skyldu. Hvem myndi ekki hrylla við að hugsa til eiginmanns, sem yfirgefur konu sína, sem hann hefur búið með í mannsaldur, á síðustu kvalastundum hennar; eða konu, sem hleypur frá eigin- manni sínum á banasænginni; eða foreldra, sem hika ekki við að yfirgefa einkabarn sitt í neyð- inni, og barna, sem hlaupa frá 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.