Heimilisritið - 01.10.1954, Page 43

Heimilisritið - 01.10.1954, Page 43
öxl. T-ið átti sennilega að tákna hækjur sjúklinganna. Inngang- ur þessara sjúkrahúsa var mál- aður rauður með eldlit. Gömul tréskurðarmynd af hei- lögum Antóníusi sýnir hann með hinum óaðskiljanlega förunaut sínum, svíni, sem gægist fram undan klæðafaldi hans, en fyrir framan hann stendur hinn illa útleikni sjúklingur, sem hvílist á hækjum sínum og heldur upp brennandi hönd sinni, og táknar það þjáningar sjúkdómsins. Allt fram á átjándu öld átti regla heilags Antóníusar í Vín- arborg safn af visnum og svört- um limum sem minjagripi frá þeim, er höfðu hlotið huggun og aðstoð þar. Árið 1597 rannsakaði lækna- deildin í Marburg allar hugsan- legar og líklegar orsakir sjúk- dómsins og komst að þeirri nið- urstöðu, að hann stafaði af að neyta brauðs, sem bakað er úr rúgi, sýktum af myglu þeirri eða sveppagróðri, sem kallast ergot. Sveppur þessi leitaði einkum á rúgplöntuna í votviðrasömum og köldum sumrum. Hann kom fram í toppi rúgkornanna sem stórir svartir dílar. Árið 1630 komst læknir Sully hertoga í Frakklandi að sömu niðurstöðu með sjálfstæðum rannsóknum, og sannaði hann eiturverkanir svepps þessa með tilraunum á dýrum. Þessi ergot- eitrun hélt samt áfram sem far- sótt í hálfa aðra öld enn, áður en orsök hennar varð almennt kunn og viðurkennd. Læknislistin hafði öðlazt þekk- ingu, sem hægt hefði verið að nota til þess að útrýma eldi hei- lags Antóníusar, en á tímum hungurs og neyðar gerist hin brýna nauðsyn náminu ríkari, og sjúkdómurinn kom upp með- al bænda í Rússlandi fram til ársins 1888. Sú staðreynd, að eitrun af mygluðum rúgi olli fósturláti í konum, var öldum saman kunn hinum „klóku konum“, sem fengust við Ijósmóðurstörf. Mjög snemma á öldum gáfu þær frá 5, 7, eða 9 korn (af hjátrúar- ástæðum var ekki gefin jöfn tala) til þess að flýta fæðingu. Á átjándu öld varð sumum læknum í Evrópu ljóst, að litlir skammtar af ergot ollu sterkum samdrætti í leginu, án þess þó að konumar yrðu fyrir eitrun, og notuðu þeir sér þetta á stund- um. En hin nytsamlegasta notkun á ergot fannst samt í Ameríku. Fyrstur til að nota þetta lyf þar var Stevens læknir í Massaschu- setts, en Hosack læknir í New York notar það fyrstur til þess OKTÓBER, 1954 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.