Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 43

Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 43
öxl. T-ið átti sennilega að tákna hækjur sjúklinganna. Inngang- ur þessara sjúkrahúsa var mál- aður rauður með eldlit. Gömul tréskurðarmynd af hei- lögum Antóníusi sýnir hann með hinum óaðskiljanlega förunaut sínum, svíni, sem gægist fram undan klæðafaldi hans, en fyrir framan hann stendur hinn illa útleikni sjúklingur, sem hvílist á hækjum sínum og heldur upp brennandi hönd sinni, og táknar það þjáningar sjúkdómsins. Allt fram á átjándu öld átti regla heilags Antóníusar í Vín- arborg safn af visnum og svört- um limum sem minjagripi frá þeim, er höfðu hlotið huggun og aðstoð þar. Árið 1597 rannsakaði lækna- deildin í Marburg allar hugsan- legar og líklegar orsakir sjúk- dómsins og komst að þeirri nið- urstöðu, að hann stafaði af að neyta brauðs, sem bakað er úr rúgi, sýktum af myglu þeirri eða sveppagróðri, sem kallast ergot. Sveppur þessi leitaði einkum á rúgplöntuna í votviðrasömum og köldum sumrum. Hann kom fram í toppi rúgkornanna sem stórir svartir dílar. Árið 1630 komst læknir Sully hertoga í Frakklandi að sömu niðurstöðu með sjálfstæðum rannsóknum, og sannaði hann eiturverkanir svepps þessa með tilraunum á dýrum. Þessi ergot- eitrun hélt samt áfram sem far- sótt í hálfa aðra öld enn, áður en orsök hennar varð almennt kunn og viðurkennd. Læknislistin hafði öðlazt þekk- ingu, sem hægt hefði verið að nota til þess að útrýma eldi hei- lags Antóníusar, en á tímum hungurs og neyðar gerist hin brýna nauðsyn náminu ríkari, og sjúkdómurinn kom upp með- al bænda í Rússlandi fram til ársins 1888. Sú staðreynd, að eitrun af mygluðum rúgi olli fósturláti í konum, var öldum saman kunn hinum „klóku konum“, sem fengust við Ijósmóðurstörf. Mjög snemma á öldum gáfu þær frá 5, 7, eða 9 korn (af hjátrúar- ástæðum var ekki gefin jöfn tala) til þess að flýta fæðingu. Á átjándu öld varð sumum læknum í Evrópu ljóst, að litlir skammtar af ergot ollu sterkum samdrætti í leginu, án þess þó að konumar yrðu fyrir eitrun, og notuðu þeir sér þetta á stund- um. En hin nytsamlegasta notkun á ergot fannst samt í Ameríku. Fyrstur til að nota þetta lyf þar var Stevens læknir í Massaschu- setts, en Hosack læknir í New York notar það fyrstur til þess OKTÓBER, 1954 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.