Heimilisritið - 01.10.1954, Page 47

Heimilisritið - 01.10.1954, Page 47
Bréf frá elsk- huga mínum Eg hafði aldrei áður hitt slíkan mann — mann scm gat fengið mig til að gléyma því, að ég var gift. ÉG HITTI Neil Mercer fyrst í samkvæmi hjá vinum okkar beggja, Önnu og Larry Wing- Iiam. Hann var hár vexti, jarphærð- ur og enn sólbrúnn, þó að sum- arið væri löngu liðið. Og hann ■var brosandi. Anna leiddi hann til mín og kynnti okkur. Við sögðum eitt- hvað, sem venja er að segja. Svo setti einhver plötu á grammó- fóninn, og Neil Mercer bauð mér faðminn. Hann bað ekki um dans. Hann þurfti þess ekki. Ég hafði aldrei orðið fyrir slík- um áhrifum af manni áður, ekki einu sinni Steve eiginmanni mínum, sem ég elskaði. Nú hreyfði ég mig í eins konar leiðslu, eins og ég væri alein í heimi með þessum ókunna manni. Steve dansaði framhjá við Beth Mercer, ég gat ekki einu sinni brosað til hans. Að dansinum loknum átti ég fullt í fangi með að hafa hemil á skjálftanum, sem sótti á mig. Ég settist við hliðina á Steve. reyndi að hlæja að gamanyrðum hans. Ég reyndi að líta ekki á Neil Mercer, það sem eftir var kvöldsins. Loksins gátum við farið. Á leiðinni heim sagði Steve: „Skemmtilegt kvöld, viðfelldið fólk, Mercerhjónin. Heyrirðu ekki til mín?“ Ég var niðursokkinn í hugsan- ir minar. Steve hélt áfram: „Langar þig í sleðaferðina á sunnudaginn?“ Hvaða sleða- OKTÓBER, 1954 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.