Heimilisritið - 01.10.1954, Side 54

Heimilisritið - 01.10.1954, Side 54
gluggarnir hefðu verið svolítið opnir um nóttina, höfðu hin skjótu og sterku eituráhrif drep- ið allt kvikt í herberginu. Eftir- lætisfugl Breeses lá dauður í búri sínu og fjöldi flugna lá dauður í gluggakistunni. Dökk- græn vindutjöld voru næstum dregin fyrir gluggana, og þess vegna var hálfdimmt .1 herberg- inu, þótt sólskin og blíða væri úti. Böndin fóru smátt og smátt að berast að tveimur ungum mönnum, sem báðir höfðu nægi- lega efnafræðiþekkingu til þess, að þeir hefðu getað framleitt eiturgasið á þann hátt, sem gert hafði verið. Þeir voru báðir í þjónustu hins myrta, og lögregl- an fékk nokkurn veginn jafn- sterkan grun á þeim báðum. E. Breese Walters, systurson- ur og eini eftirlifandi ættingi Ellingtons Breeses, var annar hinna grunuðu. Hann bjó á heimili frænda síns. Hinn var Adam Boardman, einkaritari hins myrta og trúnaðarmaður. Báðir kyáðust vera saklausir; báðir töldu sig hafa fjarveru- sannanir. Og að því er lögregl- an frekast komst að, höfðu þeir báðir bezta orð á sér, virtust ekki skulda neinum neitt né yf- irleitt vera í nokkrum vandræð- um. Þeir virtust báðir taka sér þennan sorglega atburð mjög: nærri. Hvorugur hinna ungu manna sýndist líklegur til þess að hafa fengið af sér að fremja jafn við- bjóðslegan glæp. En þrátt fyrir- það, þóttist lögreglan hafa á- stæðu til að álíta — einkum me5 tilliti til erfðaskrár hins myrta — að annar hvor þeirra væri sekur. Samkvæmt erfðaskránni átti helmingur eignanna, eða um það bil ein miljón dollara, að skiptast jafnt milli systursonar- ins, E. Breeses Walters, og einkaritarans, Adams Board- mans. Hinn helmingurinn átti að renna til ýmissa góðgerða- stofnana. Ákvæði erfðaskrárinn- ar, sem gerð var fyrir fimm ár- um, voru á allra vitorði. Walters og Boardman höfðu ávallt umgengizt hvorn annan af kurteisi og velvild, en um náinrt kunningsskap þeirra á milli hafði aldrei verið að ræða. Hvor um sig kvaðst alveg viss um sak- leysi hins. Lögreglulæknirinn skoðaði líkið klukkan hálf tíu um morg- uninn. Hann kvað upp þann úr- skurð, að Breese hefði látizt fyr- ir a. m. k. fjórum klukkustund- um, og jafnvel gætu verið liðnar allt að tíu klukkustundir frá því hann andaðist. Allt benti til þess, að hann hefði gefið upp 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.