Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 5
fornir félagar mínir fréttu, að ég
væri kominn, voru þeir snemma
morguns á kreiki kringum heim-
ili mitt og gægðust inn um
glugga og rifur. Ég gekk þá út
til þeirra. Ég man ekki lengur,
hvað við fyrst sögðum hver við
annan, aðeins það, að einlægnin
forna og hispursleysið okkar í
milli var ekki lengur með í
leiknum. Framar öllu beindist
athygli þeirra að klæðnaði mín-
um. Nesú henti blátt áfram gam-
an að stuttu skólatreyjunni
minni og sagði, um leið og hann
sneri sér að hinum:
— Hann er reyndar alveg eins
og stéllaus skjór!
Þau hlóu. Þetta særði mig, en
ég sagði ekkert. Svo þreifaði
Nesú og síðan hin á fötum mín-
um og undruðust, hve mjúk þau
voru viðkomu. Þann dag veitti
ég fyrst athygli fötum þeirra og
sá, að þau voru bæði skítug og
rifin. Og nú sýndist mér allt
þorpið okkar fátækt og skítugt.
Tveim árum síðar flutti faðir
minn mig til stærri borgar og í
ennþá stærri skóla. Þegar ég
kom aftur heim þaðan, voru
mínir gömlu leikbræður orðnir
að löngum slánum, sem heilsuðu
mér alveg eins og hitt fólkið
og stóðu hikandi eins og það í
nokkurri fjarlægð. Þá fyrst, er
ég tók smám saman að ræða við
Undarlegnr drykkur
Hótelgesturinn: „Á þetta að
vera kaffi? Það er öllu líkara
kakaó.“
Þjónninn: „Fyrirgefið þér mis-
tökin, en það var te, sem ég kom
með handa yður.“
þá, spurðu þeir, hvort ég myndi
e'ftir því, þegar við gengum í
skóla saman, og Nesú spurði, er
röðin kom að honum:
— Manstu, hvernig við vorum
vanir að sitja úti á garðsflöt á
næturnar og segja hver öðrum
sögur?
— Skyldi ég ekki muna það!
Því get ég aldrei gleymt. Það er
ein af mínum kærustu bemsku-
minningum, svaraði ég.
Þetta virtist gleðja Nesú, en
hann var þó áfram jafn undar-
legur og fár.
En þegar ég var að fara til
borgarinnar aftur, vildi svo til,
að mér var fenginn hestur að
láni hjá föður Nesús, svo að ég
gæti riðið fyrsta áfangann. Nesú
átti að fylgja mér og koma með
hestinn heim aftur. Þegar við
vorum komnir af stað, ég á hest-
baki og Nesú þrammandi við
hlið mér í tötrum sínum á út-
gerðum bastskónum, varð ég
mjög hnugginn. Eftir skammrar
stundar ferð, sagði ég, að ég vildi
/
JANÚAR, 1955
3