Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 12
svarta þoka. Það er ótrúlegt, að
nokkur skuli vera á ferð í þessu,
en þér eruð ef til vill neyddur
til þess “
„Hefði ég verið staddur á að-
alþjóðveginum, hefði ég leitað
hælis í næstu krá — ég heiti
Curtis Flanagan.“ Hann rétti
fram höndina — og svo kom
honum í hug, að maðurinn í
stólnum gæti ekki séð hann.
„Ég heiti Ross, Jed Ross,“
kynnti blindi maðurinn sig og
rétti fram höndina. Flanagan
tók í hana. „Og þetta er frænka
mín, Judy Ross — hún annast
mig núna, meðan ráðskonan mín
er í orlofi. Hún vonast til að erfa
mig.“ Hann hló, og Flanagan hló
með, jafnframt því að hann
sendi ungu stúlkunni aðdáunar-
augnaráð.
Hún fór út og kom að vörmu
spori aftur með vínflösku og
glös á bakka. Hún skenkti í glös-
in.
„Réttu mér glasið, barnið
mitt,“ sagði Ross.
Judy fékk honum glasið upp
í höndina.
„Ætlið þér ekki að fá yður
eitthvað sjálf, ungfrú Ross?“
spurði Flanagan.
„Nei takk.“
„Fáðu þér bara glas með, ég
er viss um, að Flanagan hefur
ánægju af félagsskap þínum.
Mér er ánægja að heimsókn yð-
ar — það er dálítið dauflegt
hérna, og fólk má ekki vera að
því að sinna blindingjum eins
og mér.“ Ross lyfti glasinu.
„Judy,“ sagði hann, „Þarf ekki
að bæta á arininn? Mér finnst
ekki vel heitt.“
Judy ætlaði að ganga að arn-
inum, en Flanagan varð fyrri
til.
„Þetta er karlmannsverk,“
sagði hann rólega og skaraði í
glæðurnar með skörungnum.
Ofurlítill glóandi kolamoli
hrökk fram úr arninum. Flana-
gan fylgdi honum með augun-
um, greip 1 snatri kolaskófluna
og tók hann upp.
„Ég vona, að gólfteppið hafi
ekki skemmzt,“ sagði hann. í
sama bili mætti hann augnatil-
liti Judy og honum flaug nokk-
uð í hug. Þegar hann hafði lok-
ið við að moka kolum á arininn,
sagði hann:
„Ég yrði þakklátur, ef ég gæti
fengið bensín — ég verð að
halda áfram, áður en dimmir.
Næturakstur í þessari þoku er
ekki skemmtilegur.“
„Eigum við nokkurt bensín úti
í skúrnum — á brúsa, Judy?“
spurði Ross.
„Já, það held ég.“
„Láttu Flanagan fá lykilinn,
svo hann geti sjálfur náð í það.
10
HEIMILISRITIÐ