Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 34
ar myrkirð skeliur á verða þau
hrædd og Hans ratar ekki.
Ilræðsla þeirra vex um allan
helming við það, að þau sjá
skógarvætti stara á sig. Sand-
maðurinn kemur utan úr þok-
unni. „Sandmaður Hann
fleygir sandi í augu þeirra og
þau fara að sofa eftir að' hafa
gert bæn sína til englanna. ,,Þeg-
ar ég fer að sofa á hverju kvöldi,
koma fjórtán englar og halda
vörð“. Niður úr þokumistrinu
kemur skínandi stigi og eftir
honum fjórtán englar, sem um-
kringja börnin og halda vörð um
þau meðan þau sofa.
III. þáttur
Ivofi galdrakerlingarinnar. —
Fyrst er sviðið .eins og í næsta
þætti á undan. Englarnir eru
horfnir og þokumistrið lykur
baksviðið. Draummað'urinn vek-
ur börnin, en þau segja hvort
öðru að sig hafi dreymt engla.
Þegar mistrið hverfur sjá þau
kofa galdrakerlingarinnar á
Ilsenstein. Til vinstri er bakar-
ofn, en stía til hægri og kofinn
er umluktur garði, sem hlaðinn
er úr sætabrauðsstúlkum og
sæt abrauðsdrengjum. Börnin
fara að' narta í kofann, sem allur
er úr sætabrauði. Rödd galdra-
nornarinnar: „Hver er að kroppa
og kroppa kökumar hátt og
lágt“. Þau svora: „Stormurinn
er að stýfa þær, stormur úr
hveni átt“. Kerlingin kemur
vaðandi lit úr kofanum, nær í
Hans og lokar hann inni í sth
unni, en sendir Grétu inn í kof-
ann eftir möndlum og rúsínum,
sem hún ætlar að fita Hans með
áður en hún bakar hann í sæta-
brauð. Hún lítur inn í bakarofn-
inn og syngnr með mikilli kát-
ínu: „Húrra, hœ, hæ“. Hans var-
ar Grétu við þegar hún kemur
aftur. „Systir kæra, vertu var-
kár“. Kerlingin segir Grétu að
líta eftir ofninum. Gréta fer
kalufalega að því og biður kerl-
inguna að sýna sér hvernig eigi
að fara að því. Kerlingin opnar
þá ofninn og lítur inn í hann.
Hans hefur tekizt að komast út
úr stíunni, og hjálpast nú syst-
kinin að því ao hrinda kerling-
unni inn í ofninn. 011 bömin,
sem kerlingin hafði gert að sæta-
brauði, losna lir álögunum og
færa fram þakkir sínar. Sœta-
brauðsbörnin: „Hjartans þalckir
œ og alltaf“. Galdrakerlingin
hefur orðið að sætabrauði í ofn-
inum og þegar foreldrar Hans
og Grétu koma er hún tekinn úr
honum. Faðirinn: „Börn mín,
sjáið býsn og undur mikil“. —
Lokasöngur: „Þegar neyðin er
stœrst er hjálpin nœst“.
32
HEIMILISRITIÐ