Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 48
þótt maður baði sig ekki? Sá
sem einu sinni hefur laugað sig
í blóði Krists, þarf ekki að þvo
sér framar“. Hinn heilagi An-
toníus gerði sig aldrei sekan um
að þvo fætur sína. Þessir hrylli-
legu, andstyggilegu og upptærðu
postular eigingirninnar, sneydd-
ir þekkingu, föðurlandsást og
eðlilegum kærleik, sem eyddu
lífi sínu í endalausum og and-
styggilegum meinlætum, urðu
dýrlingar kristinnar trúar. Þeir
voru átakanlegustu dæmin um
rangsnúinn skilning á skírlífi og
ranghverfðum kynhvötum. Menn
þessir og konur, löðrandi í óþrif-
um í afkimum sínum, voru upp-
hafin til að vera öðrum mönn-
um og konum til fyrirmyndar.
Skírlífi af slíku tagi var álitið
eftirsóknarverðara en hjóna-
band. Á bak við var vonin um
sáluhjálp og endurgjald í öðru
lífi.
Heilagur Símeon Stýlítes er
eitt furðulegasta dæmið um
eyðimerkurbúann. Hann batt
reipi um sig miðjan svo þétt, að
það grófst inn í holdið, sem
úldnaði allt í kring. Ormar kom-
ust í kýlasár, sem þöktu fætur
hans. Eitt ár, sem hann stóð á
öðrum fæti, hafði hann með-
hjálpara við hlið sér, til að tína
upp ormana sem féllu af líkama
hans og láta þá aftur í sárin,
og sagði dýrlingurinn við orm-
ana: „Etið það, sem Guð hefur
gefið ykkur.“ Er hann dó, var
hann úrskurðaður sem hið æðsta
fordæmi, sem einsetumenn gætu
valið sér og mestur allra dýr-
linga.
Ævisaga annars einbúa, heil-
agrar Maríu frá Egyptalandi,
varpar nokkru ljósi á afstöðu
frumkristninnar til vændis-
kvenna. Vændiskonan gat af-
plánað fyrri syndir og orðið
kristin. Kristur hafði fyrirgefið'
hórkonunni. Egypzka María var
vændiskona, en hún fékk iðrun,
og játaði fyrir Zosimus, að hún
hefði stundað atvinnu sína . í
seytján ár í Alexandríu. Er hún
hafði snúizt til réttrar trúar, tók
hún sér far með skipi til Jerú-
salem, og borgaði fargjaldið með
því að stunda sitt gamla starf
á skipinu. Hún bætti fyrir synd-
ir sínar með því að ástunda iðr-
un í óbyggðum. Hún reikaði um
í 47 ár, þakin óhreinindum og
hafði ekkert til að skýla nekt
sinni nema hvítan hárlubbann.
Til slíkrar tilbeiðslu leiða rang-
hverfðar kynhvatir.
Ef kristilegur skilningur á
skírlífi hefði lagt áherzlu á
snemmbyrjað og dyggðugt
hjónalíf, myndi það hafa leitt.
til þjóðfélags sigurs yfir kyn-
sjúkdómum. Það hefði getað
46
HEIMILISRITIÐ