Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 56

Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 56
og ef maður getur sofið, þá . . .“ Hann horfði rannsakandi á hana. Hún virtist skynsöm, og einmitt sú staðreynd, að hún lézt ekki sjá glitrandi gimsteinana á hnjánum á honum, var í sjálfu sér aðvörun — það var sennilega nokkuð, sem hún allt í einu hafði ásett sér. Hún hafði sjálf- sagt lesið um ránmorðið í blöð- unum, og þar sem venjulegir ferðamenn eru ekki vanir að leika sér að gimsteinahrúgum, hafði hún sennilega lagt saman tvo og tvo. Jæja þá, en á þessu stigi málsins ætlaði hann sann- arlega ekki að taka á sig neina áhættu. Það myndi ekki verða erfitt að skotra líki hennar inn undir sætið. Og svo ætlaði hann að bíða þangað til lestin færi yf- ir næstu brautarbrú, og þá . . . Hann brosti júdasarlega til hennar, meðan hann stakk hend- inni niður í jakkavasann og greip um skammbyssuna. „Þér skiljið auðvitað ekki hvað ég er að gera með allt þetta, sem ég hef hér á hnján- um?“ spurði hann fleðulega. Hún deplaði stórum, fjólublá- um augunum, eins og hún væri hissa; þau liðu flöktandi yfir andlit hans og festu sig með und- arlega tómlegum svip á ákveð- inn stað fyrir ofan höfuðið á honum. „Ég veit ekki, hvað liggur á hnjánum á yður,“ sagði hún blátt áfram. „Ég er blind.“ „Blind? En þér lítið alls ekki út fyrir að vera blind.“ „Vitið þér ekki, að margt blint fólk hefur augu, sem líta út fyr- ir að vera alveg eðlileg? Ég er algjörlega blind, og það hef ég verið frá barnæsku,“ sagði hún brosandi. Hann tók höndina upp úr vas- anum. Hún var blind! Já, hann hafði vissulega heppnina með sér, það mátti nú segja! „En hvernig stendur á því, að þér ferðizt einsömul?" spurði hann og reyndi að leggja sam- úðarhljóm í röddina. „Það hlýt- ur að vera fremur áhættusamt fyrir yður.“ Hún hló aftur. Það var hlátur fullkomlega öruggrar og á- nægðrar konu. „Ég get fullvissað yður um, að ég er eins fær um að ferðast, og þér sjálfur. Blinda hefur sínar eigin uppbætur í för með sér, eins og þér vitið. Hin skiln- ingarvitin skerpast. Og mörg okkar hafa eins konar sjötta skilningarvit — innsæi, ef svo- mætti orða það, svo við getum jafnvel lýst manneskjunni, sem við tölum við.“ „Hvað segið þér? Eigið þér við, að þér getið í raun og veru 54 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.