Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 40
En nú verðum við að hugsa um
þig. Því fyrst þú ætlar þér að
skilja, verðurðu að bera fram
einhverja ástæðu, og hún hlýtur
að vera sú, að hann hefur lagt
hendur á þig!“
„Lagt hendur á mig?“
„Já, auðvitað. Sá nokkur, þeg-
ar hann sló þig?“
„Æ, talaðu ekki eins og hún
amma!“ sagði Beth gremjulega.
„Sló og sló ekki . . . ég hef aldrei
sagt, að hann hafi slegið mig.
Hann hrinti mér . . . og af ásetn-
ingi!“
„Það er sama hvort hann sló
þig eða hrinti þér! En sá það
nokkur?“
„Nei, -vitanlega sá okkur eng-
inn. Við stóðum bæði 1 baðher-
berginu. Rex var að raka sig og
ég að mála mig. Við ætluðum
nefnilega út í átveizlu. Okkur
hafði verið boðið í hana löngu
áður en allt þetta byrjaði. . . .
Fyrst var allt í lagi; en svo ýtti
hann mér til hliðar og vildi fá
að nota spegilinn einn. Að lok-
um var ekki eftir nema eitt lít-
ið hom handa mér, svo að ég
gat varla séð svo mikið sem aðra
augabrúnina á mér.
Og . . . já, svo tók hann bezta
baðhandklæðið mitt og ætlaði
að þurrka rakvélina sína með
því, og ég reif það náttúrlega af
honum, og . . . og, já, hann hef-
ur verið önugur alla vikuna, og
það var þá, sem hann hrinti
mér!“
„Sér nokkuð á þér?“ spurði
frú Barnes rólega. „Á ég að
hringja í lækni, svo að hann geti
skrifað vottorð?“
„En mamma ... hvað áttu við?
Nei, nei, ég held að það sjái ekk-
ert á mér, en . . .“
„Það er leitt! Það er alltaf
auðveldara að fá skilnað, þegar
. . . jæja, en þá verðurðu að hafa
andlegt ofbeldi sem ástæðu.
Hvernig var það nú aftur? Þú
segir að hann hafi verið ósvíf-
inn alla vikuna?“
„Ósvífinn? Þú heyrðir hvað
ég sagði, er það ekki, um kaffið
og sokkana og . . . allt það. Svo,
að ég væri ókurteis við konu for-
stjórans! Svo, að ég hringdi of
oft til hans í skrifstofuna og .. .“
„Hættu, hættu! Þetta er meira
en nóg! Þú hefur meira en nóg
af skilnaðarástæðum . . . ef þú
vel að merkja getur komið því
svo fyrir, að það verði Rex, sem
sækir um skilnaðinn! Hann get-
ur gert sig sekan um að segja, að
þú rækir ekki húsmóðurskyldur
þínar, að þú hafir ekki neitt vit
á að annast heimili o. s. frv.
Láttu hann sækja um skilnað-
inn, vinkona. Það er miklu auð-
veldara.“
„Já, en mamma þó!“ sagði
38
HEIMILISRITIÐ