Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 61
gengið, gæti hún kannske fengið að hafa svolítinn frið aftur, og bætti við: „Ef lögreglan hefði bara tekið bann- settan hvolpinn líka, þá hefði allt verið í lagi.“ Að svo mæltu gekk hún upp í turnherbergið og virtist vera búin að ná sér fullkomlega aftur. Linda fór að tæma öskubakka, lagfærði húsgögnin og þurrkaði af ofur rólega eins og roskin og ráðsett húsmóðir. „Mikið lifandis ósköp hefurðu mik- ið að gera, ástin“ sagði ég. Hún svaraði ekki, svo að ég hélt mér saman; ég vissi, hvernig henni myndi líða, vissi, að hún ætti þá ósk heitasta .að fá svolítinn frið. Ég kveikti mér í sígarettu og stóð við gluggann og starði út í skrúðgarðinn. Ég hef ekki hug- mynd um, hvað ég hef staðið þarna fengi, en allt í einu kom ég auga á Edda, sem gægðist yfir skjólgarðinn og gaf mér merki um að koma. Linda var farin, svo að ég læddist til hans. „Veiztu hvað,“ sagði hann. „Mér datt sko x hug, að eitthvað myndi gerast í gærkvöldi. Það var þess vegna sem ég var á þönum og leit eftir öllu. Ég vissi Jxað strax í gærdag.“ Ég leit spyrjandi á hann. „Veiztu af hverju?“ spurði hann. Ég hristi höfuðið. ,,Það var þegar ég sá, að Jói var orð- ínn fullur," sagði Eddi. „Ég vissi að eitt- livað var í aðsigi. Það var ekki allt með felldu. Jói er engin fyllibytta, ekki ef hann þarf sjálfur að borga. En þegar hann fær eitthvað ókeypis, á hann erf- itt með að neita. — Getur það alls ekki. Svo ég spurði mig að því, hvaðan hann gæti hafa fengið sprúttið. Sjálfur gæti hann ekki hafa keypt það — til þess var hann of nízkur. Svo ég spurði hann. Og veiztu, hvaðan hann hafði fengið það?“ Ég sagðist vera forvitinn að heyra svarið. „Hann fann það. Skilurðu?" Ég varð að viðurkenna, að ég skildi ekki. Eddi varð vonbrigðafullur á svip. „Veiztu hvað?“ sagði hann. „Þú ert sko einfaldari, en ég hafði eiginlega haldið.“ Hann vóg salt á öðrum hælnum. „Ég áætlaði það þannig — einhver hlýtur að hafa látið flöskuna upp til hans. Og hvers vegna skyldi nokkur hafa verið svo gjafmildur? Auðvitað,“ bætti hann við ofboð rólega, „reiknaði ég ekki allt út fyrir fram, því ég hafði heldur ekki nema svo lítið að byggja á, eins og þú skilur. En ég vissi sko, að ekki var allt eins og það ætti að vera!“ Eddi bað um reyk, og ég lét það eft- ir honum. „Jæja,“ sagði hann og sogaði að sér reykinn. „Rétt á eftir varð mér allt ljóst. Það var skelfing vitlaus fyrirætlun, en reyndar skaðaði ekki að reyna það. Öveðrið kom þeim til hjálpar, og Jói átti að sækja Lindu á stöðina í gamla skrjóðnum sínum, og hann var langt úti að aka. Ef allt færi vel, væri ekkert við því að seg|a; ef illa færi, og Linda kæmi handleggsbrotin eða svo, hvað myndi það saka? Þau gætu fundið upp á ein- hverju nýiu eða komið því í framkvæmd, sem þau voru búin að ráðgera. En það kom bara strik í reikninginn, þegar Linda kom með pig með sér, sem var hreint ekki samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Og svo kom Daisy askvaðandi, og Linda gerði uppistand og sagði, að hún vildi fá skilnað við Wayne og setti þau öll út úr stuði. Já, þau urðu sko áreiðanlega öll miður sín! En eitthvað yrði að aðhafast. Þú fattar það sjálf- sagt?" JANÚAR, 1955 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.