Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 9
þokunni létti — því hún gat var-
að tímunum saman, já jafnvel í
fleiri daga.
Nú vissi hann ekki, hvar hann
var staddur, nema að hann hlaut
að vera einhvers staðar í nánd
við Buckland. Stytta sér leið —!
Jú, það var sannarlega lagleg
leið, sem hann hafði valið.
Nú heyrði hann í mótorhjóli,
sem kom nær og nær. Hann átti
erfitt með að hugsa sér mótor-
hjól aka hægt. Litlu síðar sá
hann gult ljós framundan, og
andartaki seinna stanzaði hjólið
við hliðina á bílnum hans. Tveir
menn stigu af því og komu til
hans. Þeir voru 1 svörtum regn-
kápum. eins og hermenn og lög-
reglumenn nota. Sá fremri ýtti
ökugleraugunum upp á ennið og
bar höndina upp að hjálminum.
Þetta var lögreglan.
„Megum við líta á ökuskír-
teinið yðar?“
Flanagan tók það upp, lög-
regluþjónninn leit athugandi á
það og hann sjálfan. Svo rétti
hann Flanagan það aftur.
„Allt í lagi.“
„Viljið þér ekki sígarettu?“
Flanagan tók pakka upp úr vas-
anum.
Lögregluþjónarnir þáðu það
og kveiktu í. Við það urðu þeir
ofurlítið skrafhreyfnari.
„Við erum að svipast um eftir
JANÚAR, 1955
flóttafanga," sagði annar, „eða
réttara sagt tveimur, en annar
er hættulegur. Hann drap fanga-
vörð, og hann svífst einskis."
„Fyrir hvað var hann dæmd-
ur?“ spurði Flanagan með á-
huga.
„Hann er ekki dæmdur, en
ákærður fyrir morðtilraun — og
nú bætist morð við. Enginn vafi
er á um sekt hans. Sem gæzlu-
fangi var hann í sínum eigin
fötum og óklipptur — það gerir
honum hægara að leynast.“
„Og hinn maðurinn?“
„Gamall þjófur. Þeir þekkjast
frá fornu fari og ákváðu að flýja
saman. Það er allt gert til að ná
þeim.“
„Það get ég skilið, úr því hann
hann hefur drepið löggæzlu-
mann,“ sagði Flanagan dálítið
hæðnislega, „það er ekkert, sem
fær lögregluna til að leggja sig
eins mikið fram, og þegar ein-
hver úr þeirra hóp er drepinn.“
Orð Flanagans komu illa við
lögregluþjónana, og brátt
kvöddu þeir fremur kuldalega
og héldu burt. Flanagan brosti
með sjálfum sér og sté inn 1 bíl-
inn sinn.
Áður en langt um leið varð
hann aftur að fara út og þurrka
af rúðunni.
Þegar hann hallaði sér áfram
við þetta verk, fann hann allt
7