Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 43
Illir andar, lyf og læknar
e----------------------------------------
Framhald bókarinnar um þróun
læknavísindanna, eftir dr. med.
HOWARD W. HAGGARD
Móses reyndi að hefta út-
breyðslu kynsjúkdóma, þ. e. a. s.
lekanda, með ströngum áminn-
ingum og aðvörunum gegn laus-
læti. Hann virðist fyrst og
fremst hafa látið sér annt um
siðferði gyðingakvenna, því að
hann leyfði innflutning útlendra
vændiskvenna frá Móabítum og
Sýrlendingum. Þótt þessum ó-
kunnu konum væri ekki leyfð
búseta í hinum stærri borgum,
fyrr en á tímum Salómons, settu
þær þó búðir sínar og tjöld við
þjóðvegina, og höfðu þar sölu-
búðir jafnframt. Hvað sem lýs-
ingum biblíunnar líður, þá voru
konur þessar vafalaust jafn and-
lega rotnar, sóðafengnar og á-
gjamar í eðli sínu eins og stétt-
arsystur þeirra nú á dögum. Á
dögum Salómons var Jerúsal-
emsborg löðrandi í skækjum. í
Gaza tók Samson sér bústað í
húsi portkonu einnar, og við-
skipti hans og annarrar sömu
tegundar, Dalilu, eru fræg í sög-
unni.
Hjá Forn-Grikkjum var vænd-
iskonum fyrirskipað með lögum
að klæðast rósflúruðum skikkj-
um og kjólum, en síðar var látið
nægja að banna þeim að bera
purpura- eða skarlatsrauð klæði,
sem og gimsteina. Meðal léttúð-
ardrósa tíðkaðist að lita hár sitt
ljóst eða nota hörgular hárkoll-
ur. Síðar var þessi tízka tekin
upp af grískum konum, sem þó
ekki töldust til þess hóps. Á öll-
um tímum hafa tízkubrögð átt
upptök sín í hópi vændiskvenna
og léttúðardrósa. Sagt er að í
hinni fomu Róm hafi vændis-
konur ekki orðið greindar frá
dyggðugum eiginkonum af öðm
en glæsilegri klæðaburði og
þeim hóp aðdáenda, sem um-
kringi þær. Jafnvel á sextándu
öld tók allsherjar kirkjuþing í
JANÚAR, 1955
41