Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 47
trúarskilningur, er blandaði sam-
an skírlífi og einlífi. Umbrot
hinnar bældu eðlishvatar gerðu
einlífið að einu höfuðviðfangs-
-efni kristinnar trúar. Eftir því
sem erfiðleikar jukust á því að
framfylgja skírlífiskröfunni,
voru fleiri járn munduð henni
til stunðnings. Og fyrir mein-
virka túlkun guðfræðinnar kom
að því, að skírlífi gerðist frum-
dyggð kristindómsins. Allar sið-
gæðisreglur snerust um kyn-
hvötina. Hugsjón og markmið
skírlífis miðaðist ekki lengur
við flekkleysi og tryggð í hjú-
skap, heldur fullkomna kúgun
kynhvatarinnar. Markmið trúar-
innar varð útrýming eðlishvat-
ar.
Sé kynhvötinni ekki veitt út-
rás, annað hvort um sinn eðli-
lega farveg eða með því að beina
henni inn á aðrar og æðri braut-
ir, brýzt hún samt fram og birt-
ist í hinum undarlegustu mynd-
um í skapgerð og atferli manna.
Eðlishvatir, sem beittar eru kúg-
un, líkjast kvikasilfurkúlu, sem
þrýst er niður með fingri — hún
eyðist ekki né hverfur, en miss-
ir einungis upprunalega lögun
sína.
Hinar undarlegustu afleiðing-
ar og myndir bældra kynhvata
kristinna manna, mátti finna
meðal hinna heilögu einbúa ó-
r------------------------------
Svipdapur brúðgumi
Ljósmyndarinn (sem er að taka
Ijósmynd af nýgiftum hjónum):
„Mætti ég biðja brúðgumann að
gjöra svo vel að vera svolítið
glaðari á svipinn. Þetta verður
ekki nema augnablik.“
byggðanna. Karlar sem konur
yfirgáfu heimili sín og fjöi-
skyldu, til þess að lifa hinu
gagnslausa lífi einbúans. Á tím-
um frumkristninnar voru þeir
margir, sem lögðu á sig einlífi,
án þess þó að rjúfa samfélag
við aðra menn að öðru leyti. Ein-
búar óbyggðanna slitu öllu sam-
bandi við umhverfi sitt, og í trú-
aræði sínu tóku þeir upp full-
komið einlífi í orðsins víðtæk-
ustu merkingu, kvaldir af eðlis-
hvöt, sem þeir hugðust eyða, og
háðu hina vonlausu baráttu í fel-
um. Þeir beittu sjálfa sig hinum
bjánalegustu pínslum og mein-
lætum, til þess að flýja hinar
lostugu' sýnir og vitranir, sem
spruttu upp í hugskoti þeirra
bæði í svefni og vöku.
Þessir vesalingar gengu svo
langt í afneitun veraldlegra
hluta, að þeir hættu að þvo sér,
raka sig og skera hár sitt. Hrein-
læti líkamans var álitið saurgun
sálarinnar. Jerónýmus orðaði
þetta þannig: „Þornar húðin
JANÚAR, 1955
45