Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 57
lýst, hvernig ég er í útliti?“ spurði hann. Hún hikaði andartak og augnaráð hennar varð aftur hvarflandi, unz það staðnæmdist ist fyrir ofan höfuðið á honum. „Já, þér eruð auðvitað siðfág- aður maður,“ byrjaði hún hægt. ,,Og svo eruð þér hár og Ijós- hærður og myndárlegur útlits.“ Hann hló með sjálfum sér. „Siðfágaður“ — já, á vissan hátt átti það við, en annars var hann fremur lágur, feitlaginn, og dökkur eins og Spánverji. Og svo þóttust blindingjar hafa ,,innsæi“! „Það verð ég að segja! Þér er- uð blátt áfram furðuleg!“ sagði hann með uppgerðarundrun. Ég er í sannleika hár og ljóshærður — en varla er hægt að halda því fram, að ég sé glæsilegur útlits.“ Hann vafði vasaklútnum hljóðlega utan um skartgripina og stakk þeim í brjóstvasann. „Getið þér þá líka sagt mér, hvað ég var að gera, þegar þér vöknuðuð?11 spurði hann. „Já, það er afar auðvelt,“ svar- aði hún brosandi. „Ég heyrði of- urlítinn smell, eins og þegar stutt er á fjöður og öskju er lok- ið upp, og svo kom dálítið skrjáf. Þér hafið auðvitað opnað matar- kassa, en ég hef reyndar ekki heyrt yður borða. Það minnir mig annars á, að ég er sjálf að verða svöng, og ég held ég heyri þjóninn tilkynna, að te sé til reiðu í matarvagninum. Já, þarna er hann. Þjónn, viljið þér vera svo góður að hjálpa mér inn í matarvagninn." Hún stóð upp, og hann sá fag- urlaga fingur hennar fálma eft- ir dyrunum og taka um hand- legginn á þjóninum. Þar sem hann vildi helzt láta sem fæsta sjá sig, sat hann kyrr. Það voru þrjátíu tímar, síðan hann hafði sofið, og þegar hann var orðinn einn í klefanum, sofnaði hann þegar. Eitthvað í undirvitund hans vakti hann, þegar lestin hægði á sér og stanzaði því næst. Hann hrökk upp og tók eftir, að ferða- félagi hans, sem nú var komin aftur, hafði bersýnilega einnig vaknað af blundi. „Hvað er að? Af hverju stönz- um við?“ spurði hún. „Ég hélt ekki að þessi lest ætti að stanza á leiðinni?“ „Það átti hún heldur ekki að gera,“ sagði hann. „Nú skal ég gá að, hvað um er að vera.“ Hann leit út um gluggann og sá, að þau voru stönzuð á lítilli stöð, sem var dauflega lýst. Dá- lítið frá stóðu lestarstjórinn og annar járnbrautarstarfsmaður — JANÚAR, 1955 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.