Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 57
lýst, hvernig ég er í útliti?“
spurði hann.
Hún hikaði andartak og
augnaráð hennar varð aftur
hvarflandi, unz það staðnæmdist
ist fyrir ofan höfuðið á honum.
„Já, þér eruð auðvitað siðfág-
aður maður,“ byrjaði hún hægt.
,,Og svo eruð þér hár og Ijós-
hærður og myndárlegur útlits.“
Hann hló með sjálfum sér.
„Siðfágaður“ — já, á vissan hátt
átti það við, en annars var hann
fremur lágur, feitlaginn, og
dökkur eins og Spánverji. Og
svo þóttust blindingjar hafa
,,innsæi“!
„Það verð ég að segja! Þér er-
uð blátt áfram furðuleg!“ sagði
hann með uppgerðarundrun. Ég
er í sannleika hár og ljóshærður
— en varla er hægt að halda því
fram, að ég sé glæsilegur útlits.“
Hann vafði vasaklútnum
hljóðlega utan um skartgripina
og stakk þeim í brjóstvasann.
„Getið þér þá líka sagt mér,
hvað ég var að gera, þegar þér
vöknuðuð?11 spurði hann.
„Já, það er afar auðvelt,“ svar-
aði hún brosandi. „Ég heyrði of-
urlítinn smell, eins og þegar
stutt er á fjöður og öskju er lok-
ið upp, og svo kom dálítið skrjáf.
Þér hafið auðvitað opnað matar-
kassa, en ég hef reyndar ekki
heyrt yður borða. Það minnir
mig annars á, að ég er sjálf að
verða svöng, og ég held ég heyri
þjóninn tilkynna, að te sé til
reiðu í matarvagninum. Já,
þarna er hann. Þjónn, viljið þér
vera svo góður að hjálpa mér
inn í matarvagninn."
Hún stóð upp, og hann sá fag-
urlaga fingur hennar fálma eft-
ir dyrunum og taka um hand-
legginn á þjóninum. Þar sem
hann vildi helzt láta sem fæsta
sjá sig, sat hann kyrr. Það voru
þrjátíu tímar, síðan hann hafði
sofið, og þegar hann var orðinn
einn í klefanum, sofnaði hann
þegar.
Eitthvað í undirvitund hans
vakti hann, þegar lestin hægði
á sér og stanzaði því næst. Hann
hrökk upp og tók eftir, að ferða-
félagi hans, sem nú var komin
aftur, hafði bersýnilega einnig
vaknað af blundi.
„Hvað er að? Af hverju stönz-
um við?“ spurði hún. „Ég hélt
ekki að þessi lest ætti að stanza
á leiðinni?“
„Það átti hún heldur ekki að
gera,“ sagði hann. „Nú skal ég
gá að, hvað um er að vera.“
Hann leit út um gluggann og
sá, að þau voru stönzuð á lítilli
stöð, sem var dauflega lýst. Dá-
lítið frá stóðu lestarstjórinn og
annar járnbrautarstarfsmaður —
JANÚAR, 1955
55