Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 60
að grípa í öxl frú Taylors. Hann ræskti
sig hátt og sagði:
„Andartak, frú mín. Er yður ljóst, að
það, sem þér hafið sagt í viðurvist allra
þessara vitna, er fullkomin játning?
Gerið þér yður það Ijóst?“
Jósefína rak upp hrossahlátur, svo að
hún varð að grípa utan um sig til þess
að rifna ekki af hlátri. Hún fnæsti eins
og tarfur, tók allt í einu undir sig stökk
og greip um gömlu konuna aftan frá
með báðum handleggjum, kreisti oln-
bogana saman fyrir aftan bak á henni
og hrópaði:
„Komið þið þá og takið hana. Hvað
viljið þið meira? Vitið þið ekki, að ann-
ars ræðst ég á hana af alefli? Takið þið
hana og þetta sonaróféti hennar og kast-
ið þeim í tugthúsið. Þau myrtu Daisy
Vane engu síður en gamli maðurinn.
Og svo gengu þau feti framar og myrtu
hann þar að auki! Komið þið þeim hurt
héðan!“
Eddi dansaði villtan indíánadans.
„Flýttu þér!“ öskraði hann til Berg-
cn. „Skelltu handjárnunum á þau! í lög-
reglubílinn með þau!“
Með óvæntu átaki losaði sú gamla sig
úr fangbrögðum Jósefínu og réðist á
Wayne. Hann greip annarri hendi fyrir
andlit sitt, sér til varnar, en kreppti
hinn hnefann og var í þann veginn að
nota hann sem barefli á móður sína.
Greyið Bergen!
Eg hef aldrei séð eins skelfdan mann,
jafn algerlega óhæfan mann til að koma
lagi á málefni, sem í óefni virtist kom-
ið. Hann hafði sýnilega ckki hugmynd
um, hvað til bragðs skyldi taka. Hann
var nokkra stund að setja handjárn á
frú Taylor og miklu lengur að járna
Wayne. Það mátti ekki seinna vera,
því annars hefðu þau limlest hvort ann-
að.
En handjárnrmin hafði undarleg áhrif
á Edda. Um leið og handjárnin voru
tekin upp, um leið og Bergen og að-
stoðarmaður hans höfðu handtekið þá
gömlu og Wayne, var Edda litla ekki
lengur skemmt. Ánægjusvipurinn hvarf
a£ andliti hans, og drengurinn varð
hflíigginn. Allt í einu — á svipaðan
hátt og Wayne hafði áður gert — kast-
aði hann sér í faðm Lindu. Ég átti bágt
með að trúa eigin augum, þegar ég sá
axlir hans taka kippi, þegar ég heyrði
ekkahljóðið frá honum og sá hann
þrýsta kinninni upp að vanga Lindu og
halda dauðahaldi utan um hana.
Eddi grét!
18. KAPÍTULl
Það leið ekki á löngu —- eftir að ríkis-
saksóknarinn kom skömmu eftir klukk-
an þrjú um daginn með líkskoðunar-
menn og marga lögreglumenn í fylgd
með sér, og var skolli geðillur út af því
að láta eyðileggja sunnudagsgolfleikinn
sinn —- að fenginn yrði botn í málið.
Að lokum ’luku þeir við allar yfir-
heyrslur og óku burt með gömlu frú
Taylor, sem var upplitsdjörf á ný, og
Wayne, sem ennþá kveinaði og hélt
því fram, að hann væri alsaklaus, en
væri alltaf hafður að skotspæni. John
einn varð eftir hjá okkur, þangað til
flutningsbíllinn kæmi eftir líkunum
tveimur.
Ekki fannst mér neitt betra á eftir,
og þögnin og friðurinn, sem gagntóku
staðinn, urðu næstum óþolandi. Við
vorum { vandræðum með hvað við átt-
um af okkur að gera. Eddi læddist
skömmustulegur um húsið, eftir að
hann hafði gefið tilfinningum sínum
lausan tauminn. Jósefína tautaði eitthvað
um, að nú, þegar allt væri um garð
58
HEIMILISRITIÐ