Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 53
SAKAMÁLASAGA
Sofandi
i
EFTIR
A. E. D. SMITH
í ÖRYGGISSKINI hafði „bar-
óninn“ setið fram á síðustu
stundu í dimmasta skotinu í bið-
salnum, falinn bak við dagblað,
sem hann var bersýnilega afar
niðursokkinn í. Þegar aðeins var
hálf mínúta þar til norður-hrað-
lestin átti að fara, greip hann
snjáða handtöskuna sína og gekk
djarflega út á brautarpallinn.
Um leið og hann flýtti sér fram
hjá blaðasölunni, tók hann eftir
stórum fyrirsögnum kvöldblað-
anna:
Ránmorð í höll Mayfair. Frú
Paris rænd skartgripum fyr-
ir 60 þúsund sterlingspund.
farþegi
Það var þegar verið að skella
aftur síðustu vagndjrrunum,
meðan hann gekk meðfram lest-
inni, til þess að finna tóman
klefa, ef mögulegt væri, og þar
sem honum tókst það ekki, fékk
hann rétt með naumindum tíma
til að stökkva upp í einn, þar
sem þegar sat einn farþegi fyr-
ir; svo kvað við ískrandi blístur,
og lestin rann af stað.
Já hún rann af stað, það var
afar notaleg tilfinning. Lestin
fíutti hann í tryggara umhverfi
— haim myndi verða öruggur og
gæti notið þeirrar mjög svo
þægilegu tilveru, sem hann
hafði ætlað sjálfum sér. Hann
setti töskuna sína á sætið við
hliðina á sér og settist síðan út
í hornið og lét fara vel um sig.
Nú gat hann virt ferðafélaga
sinn betur fyrir sér.
Það var kona, og hún sat og
hallaði sér aftur á bak í glugga-
JANÚAR, 1955
51