Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 15
þama? Ungfrú Róss sá það einn-
ig, og ég tók eftir óttanum í aug-
um hennar — þá skildi ég, að
ekki var allt með felldu.“
„Ágætt,“ sagði Murdoch. „Ef
þér viljið, getið þér vel fengið
bensín hjá mér. Við höfum brúsa
úti í bílnum — og þér getið ek-
ið á eftir okkur, við höfum sér-
stök þokuljós á bílnum.“
„Langar yður ekki að borða
með okkur kvöldverð, Flana-
gan?“ spurði Judy.
„Gjarnan,“ svaraði Flanagan
og mætti augnatilliti hennar í
þriðja sinn.
„Verið þið þá sæl, og góða
semmtun,“ sagði Murdoch bros-
andi og gekk út í bílinn. #
Samtök
E£ mér vcittist tækifæri til að ávarpa Sameinuðu þjóðirnar, myndi ég
blátt áfram segja frá atviki, sem gerðist á yngri árum mínum í Massa-
chusetts. Morgun einn stanzaði strætisvagninn, sem ég var í. Stór hest-
vagn með þungu æki stóð fastur á miðjum veginum. Okumaðurinn
öskraði og barði hestana fjóra af öllum kröftum, hestarnir streittust við,
frísuðu, toguðu í, fyrst einn, síðan annar, en vagninn haggaðist ekki
þumlung.
Annar ökumaður var nú kominn á vettvang, og stóð nú rólegur og
horfði á árangurslaust strit hestanna. „Spennið þessa fjóra hesta frá, og
ég skal ná vagninum burt með hestunum mínum, þó að þeir séu ekki
nema tveir,“ sagði hann í áskorunartón.
Ökumaðurinn hló. „Hvað gemr þú gert, þegar mínir fjórir geta ekki
dregið vagninn!" svaraði hann hæðnislega.
„Mínir tveir skulu draga vagninn af stað,“ sagði hinn ömggur.
„Látm það þá sýna sig, og gerðu það!“ kallaði bílstjóri strætis-
vagnsins.
Hestarnir fjórir vom nú leystir frá vagninum, og hinir tveir hest-
arnir spenntir fyrir. Nýi ökumaðurinn tók lauslega í taumana, og sagði
aðeins tvö orð í rólegum tón — „Samtaka nú."
Hestamir svömðu með því að teygja fram makkana sem einn hest-
ur og toguðu öldungis samtaka í hlassið. Við þmmandi fagnaðarlæti
drógu þeir vagninn af brautinni, en ökumaðurinn brosti og sagði: „Tveir
hestar eru allmiklu betri en fjórir, ef þeir em samtaka.“
— Philip /. Cleveland.
JANÚAR, 1955
13