Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 17
Framhaldssaga, sem byrjaði
í síðasta hefti.
Nýi
herragarðs-
eigandinn
Eftir Ruth Fleming
Nýir lesendur geta byrjað hér:
Sir Hamish Kinlock býr á skozk-
um herragarði með Lindu dóttur
sinni, sem er einkabarn og gjafvaxta
stúlka. Þau lagaákvæði eru, að kon-
ur mega ekki erfa herragarðinn, svo
að ef Sir Hamish deyr, áður en Linda
giftist og eignast son, fer eignin til
einhvers fjarskylds frænda þeirra.
En þenna dag hefur Sir Hamish séð
svip látins forföður síns og telur það
feigðarboða.
Linda er nú á göngu úti á heiðinni
og fer framhjá Carnforth-höllinni, en
þar býr gamall leikbróðir hennar,
óráðsíupilturinn Maurice.
Það var Maurice Carnforth.
Hann virtist vera taugaóstyrk-
ur og sló svipuskaftinu sífellt
við reiðstígvélin sín.
„Bíddu augunablik, Linda!“
hrópaði hann, og hún nam stað-
ar til að hlusta á erindi hans.
Hann var snotur maður með
svart, afturstrokið hár og dökk,
eirðarleysisleg augu. Hið eina,
sem ef til vill óprýddi andlit
hans, var alltof nautnalegur
munnur. Hann var einkasonur
auðugra foreldra, og hann var
sorglega spilltur af eftirlæti.
Alla sína ævi hafði hann fengið
allt, sem hann hafði bent á —
og nú hafði hann fengið ágirnd
á Lindu. Hann stökk glæsilega
yfir hvítu hliðgrindurnar, kom
til Lindu, og þau gengu samhliða
eftir götutroðninunum.
„Þú ert eitthvað svo fýluleg-
ur á svipinn,“ sagði hún. „Er
nokkuð að?“
„Bara sama sagan í fjölskyld-
unni,“ svaraði hann og gretti sig.
„Pabbi getur aldrei lært að
JANÚAR, 1955
15