Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 45
án þess að byrgja andlit sitt —
jafnvel úrþvættið Caligula gerði
það. Þrátt fyrir lögin jókst
skækjulifnaður í Rómaborg, og
að það var látið viðgangast,
sljófgaði tilfinningu almennings
fyrir hórbrotum. Lögbrot aðals-
ins og jafnvel keisaranna sjálfra
•dró úr löghlýðni og siðgæði al-
mennings.
Lausung í kynferðismálum var
í Grikklandi orðin hefð og for-
réttindi karlmanna, en í Róm á-
•gerðist slík lausung jafnt með
báðum kynjum, eftir því sem
lög og venjur misstu hald sitt og
ítök í þjóðinni. Meðal Grikkja
gat gleðikona komizt til virð-
inga, eins og t. d. Aspasía; með-
.al Rómverja gat það vel átt sér
stað, að hefðarfrú sykki niður í
dýpsta forað spillingar og sið-
leysis. Nafn Messalínu, konu
Claudiusar keisara, hefur fram
á þennan dag verið tákn og
kenninafn kvenlegrar lostasemi
og lausungar.
Er fram leið magnaðist svall
og bílífi Rómverja svo fram úr
öllu hófi, að uggvænt þótti.
Veizlur þeirra voru svo íburðar-
miklar, óhóflegar og lostafullar
að engu varð til jafnað. Almenn-
ingsbaðhúsin, sem reist voru í
hinum glæstasta byggingarstíl
fornaldarinnar, voru sótt af báð-
um kynjum án nokkurrar að-
JANÚAR, 1355
,---------------------------------
ísinn brotinn
Tóta: „Jæja, svo Ella er trúlof-
uð manninum, sem bjargaði
henni, þegar hún datt niður um
skautasvellið. Annars er hann
víst ákaflega óframfærinn við
stúlkur.“
Vigga: „Já, það var hún, sem
varð að brjóta ísinn.“
__________I_____________________/
greiningar. En mitt í öllum þess-
um lostanna Ijóma hélt hin
venjulega vændiskona áfram að
vera það, sem hún ávallt hafði
verið um aldir, — hin ósvikuli
smitberi kynsjúkdóma. Hinar
venjulegu skækjur Rómaborgar
tóku sér stöðu í hinum dimmu
bogagöngum meðfram opinber-
um byggingum og öðrum stór-
hýsum. Skírskotanir til þess ó-
dauns, er lagði af þessum stöð-
um, má víða finna í ritum þeirra
tima.
Upp úr þessu foraði róm-
verskrar hnignunar og spillingar
óx kristin trú. Á þessum fyrstu
þroskaárum hennar voru kyrk-
ingsáhrif guðfræðinnar enn ekki
komin til sögunnar. Hinir fyrstu
fylgjendur kristindómsins báru
vitni í verki höfuðdyggðum trú-
arinnar, góðsemi og bræðralagi
allra manna. Hinir heiðnu heim-
spekingar höfðu lagt áherzlu á
dyggðugt líferni og sett fegurð-
ina í öndvegi. Þeir hvöttu menn
• 43