Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 44

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 44
lega. „Skilið kveðju minni til konu yðctr." „HVAÐ er að yður, Ingram?" sagði Butterworth nokkrum dög- um seinna. „Þér hafið ekki hug- ann við starfið, eins og áður. Ef þér haldið áfram svona, neyðist ég víst til að segja yður upp í alvöru." „Hvað gengur að þér, Mikael?" spurði Bill Jordan. „Eru þér farn- ar að leiðast skýrslumar? Þú glápir á þær eins og naut á rauðmálaðar hlöðudyr." „Hvað gengur að þér, Mikael?" spurði Tom bróðir hans. „Þú lítur út eins og tunglsjúkur hundur." Sú eina, sem einskis spurði var Elín mágkona hans. „Láttu hann eiga sig, Tom. Auminginn er ást- fanginn. Það er allt og sumt." „Þú segir öldungis satt, Elín," sagði Mikael. „Ég er ástfanginn og ég sit fastur í því neti, sem ég hef sjálfur riðað. Ég get ekki gert neitt af því, sem mönnum er eðlilegast að gera í mínum spor- um. Ég get ekki sent henni blóm, ég get ekki boðið henni út, ég get sízt af öllu kysst hana. I hvert sinn, sem ég opna munninn til að segja eitthvað fallegt við hana, flýtir hún sér að spyrja mig eftir konunni og krökkunum. Og nú hefur hún blátt áfram lát- ið mig sigla minn sjó. Hún hefur sagt hreint út, að hún óski ekki að sjá mig oftar — og hún mein- af það, sem hún segir, því hún er sú heiðarlegasta og indælasta stúlka undir sólinni." „Er hún ástfangin af þér?" spurði Elín. „Ef hún væri það ekki, myndi hún varla vera svona hrædd við að hitta mig, eð ahvað?" „Þá ert þú sannkallaður þorsk- ur, Mikael. Af hverju segirðu henni ekki allt, eins og það er?” „Ég hef reynt, hvað eftir ann- að, Elín, en mér er ómögulegt að koma því út úr mér." „Jæja, ef þú getur það ekki, þá get ég það," sagði Elín ákveð- in. Á morgun hringi ég til hennar og segi henni allt af létta, það máttu vera viss um." En klukkan fjögur um nóttina vakti Elín mann sinn og tilkynnti að stundin væri komin. Hann varð strax að ná í bíl. I heila viku hafði Jana hreyft sig í takt við lag, sem ómaði í hjarta hennar, tifaði frá sérhverri klukku og fyllti loftið, hvar sem hún fór. ÉG ELSKA KVÆNTAN MANN. ÉG ELSKA KVÆNTAN MANN. Allar hugsanir hennar og draumar snerust um Ingram- fjölskylduna. Dag einn læddist hún inn í garðinn og settist á bekkinn, þar sem hún hafði setið 42 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.