Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 62

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 62
Þa3 var íesta í rödd hans. „Ég heí ekki láti'ð mér detta þetta í hug fyrr en nú, en loks hef ég séð dagsljós í þessu myrkri. Það er sykurmolinn. Þér segið, að hann hafi ekki veirð eitraður. Samt sem áður reyndi morðing- inn að koma í veg fyrir að Rona næði í hann. Það getur ekki ver- ið nema ein skýring á þessu. Og hún gerir sykurmolann mjög mikilvægan." Oliver sneri sér að Ronu. „Skilur þú ekki hvað ég á við? Nei, það er varla von. En —" Hann sneri sér aftur að Heath, „hafi ég heppnina með mér, get ég sannað að ég hef á réttu að standa, ef þér leyfið mér að fara upp á skrifstofu dr. Knudsen." Jim stóð upp. „Það er allt í lagi. Ég geng inn á það. Við skulum koma." VI. KAPÍTULI OLIVER sagði ekki orð á hinni löngu göngu upp í handlækn- ingadeildina. Hann beið óþolin- móður á meðan Jim náði í lykil- lnn að fremri dyrunum að skrif- stofu yfirlæknisins, og þau gengu saman inn á skrfistofuna. En ungi aðstoðarlæknirinn var ör- uggur og hraður í hreyfingum, er hann kom inn á skrifstofuna. Hann benti á klæðaskápinn í horninu. „Var það ekki þarna, sem dr. Knudsen geymdi hvítu sloppana sína, sem hann notaði á stofu- gangi, Rona? Ef til vill heíur bróðir þinn ekkert á móti því, að þú leitir í vösunum og gáir hvað þú finnur." „Ég er með á öllu," tautaði Jim. Rona var ekki með á nótun- um, en hlýddi og gekk að klæða- skápnum. Hún fann sykurmola í öllum fjórum sloppunum. Oliver brosti biturt, er hún rétti honum fjóra sykurmolana. „Ágætt. Við verðum að geyma þá og setja á sýningu." Hann kastaði þeim á skrifborðið og gekk að lyfjaskápnum og bað Jim að opna hann. Þegar hann opnaði skáphurðina, sá Rona að þar var allt með sömu um- merkjum og verið hafði fyrr um daginn, þegar hún skoðaði í skápinn með Hugh Ellsworth — sárabindi, plástur, þrjár spraut- ur, hlustpípa, joð, adrenalín, morfíntöflur, insúlín-töflur, vín- andi og digitalis. „Ef ég hef nú á réttu að standa, þá man ég ..." sagði Oliver og leit gaumgæfilega á pakkana og dótið í skápnum. „Já, hér er það." Hann þreif eina sprautuna og bar hana upp að ljósinu, lagði hana aftur í skápinn og tók upp aðra. Rona sá að leifar af litlaus- um vökva voru í sprautunnni. 60 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.