Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 62

Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 62
Þa3 var íesta í rödd hans. „Ég heí ekki láti'ð mér detta þetta í hug fyrr en nú, en loks hef ég séð dagsljós í þessu myrkri. Það er sykurmolinn. Þér segið, að hann hafi ekki veirð eitraður. Samt sem áður reyndi morðing- inn að koma í veg fyrir að Rona næði í hann. Það getur ekki ver- ið nema ein skýring á þessu. Og hún gerir sykurmolann mjög mikilvægan." Oliver sneri sér að Ronu. „Skilur þú ekki hvað ég á við? Nei, það er varla von. En —" Hann sneri sér aftur að Heath, „hafi ég heppnina með mér, get ég sannað að ég hef á réttu að standa, ef þér leyfið mér að fara upp á skrifstofu dr. Knudsen." Jim stóð upp. „Það er allt í lagi. Ég geng inn á það. Við skulum koma." VI. KAPÍTULI OLIVER sagði ekki orð á hinni löngu göngu upp í handlækn- ingadeildina. Hann beið óþolin- móður á meðan Jim náði í lykil- lnn að fremri dyrunum að skrif- stofu yfirlæknisins, og þau gengu saman inn á skrfistofuna. En ungi aðstoðarlæknirinn var ör- uggur og hraður í hreyfingum, er hann kom inn á skrifstofuna. Hann benti á klæðaskápinn í horninu. „Var það ekki þarna, sem dr. Knudsen geymdi hvítu sloppana sína, sem hann notaði á stofu- gangi, Rona? Ef til vill heíur bróðir þinn ekkert á móti því, að þú leitir í vösunum og gáir hvað þú finnur." „Ég er með á öllu," tautaði Jim. Rona var ekki með á nótun- um, en hlýddi og gekk að klæða- skápnum. Hún fann sykurmola í öllum fjórum sloppunum. Oliver brosti biturt, er hún rétti honum fjóra sykurmolana. „Ágætt. Við verðum að geyma þá og setja á sýningu." Hann kastaði þeim á skrifborðið og gekk að lyfjaskápnum og bað Jim að opna hann. Þegar hann opnaði skáphurðina, sá Rona að þar var allt með sömu um- merkjum og verið hafði fyrr um daginn, þegar hún skoðaði í skápinn með Hugh Ellsworth — sárabindi, plástur, þrjár spraut- ur, hlustpípa, joð, adrenalín, morfíntöflur, insúlín-töflur, vín- andi og digitalis. „Ef ég hef nú á réttu að standa, þá man ég ..." sagði Oliver og leit gaumgæfilega á pakkana og dótið í skápnum. „Já, hér er það." Hann þreif eina sprautuna og bar hana upp að ljósinu, lagði hana aftur í skápinn og tók upp aðra. Rona sá að leifar af litlaus- um vökva voru í sprautunnni. 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.