Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 40

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 40
ar hún hafði lokið hringferð sinni milli ýmissa leikhússtjóra og fór inn í fyrsta kaffihús, sem á vegi hennar varð. En þá fyrst, er hún sá unga manninn frá „Magasin Melvyn" skildi hún, hver ástæð- an fyrir hinu slæma skapi var. Hefði hún ekki getað gætt sín betur? Eins og hún vissi ekki allt of vel, hvað það þýddi að vera atvinnulaus. Hann leit ekki eins bjánalega út nú, þegar hann hafði gleraugu og sat niðursokk- inn í dagblað. Sjálfsagt er það auglýsingadálkurinn um laus störf, sem hann les, hugsaði hún biturlega. í næstu andrá hafði hún tekið eina af sínum skyndi- ákvörðunum, sem alltaf gerði hana undrandi og grama sjálfri sér — á eftir. Aður en hún vissi af, stóð hún við borð hans. „Haf- ið þér nokkuð á móti því að ég setjist hér, hr. Ingram?" spurði hún. Bak við gleraugun virtust augu hans stór, fjörleg og dálítið spottandi. „Nú, eruð þér úti að viðra yður, ungfrú Skagan?" spurði hann ertnislega. „Ég bíð bara eftir að stytti upp," sagði hún stuttaralega. „Já, einmitt." Hann sökti sér aftur niður í blaðið. Hún hugsaði sig um andartak, svo sagði hún: „Ég verð að segja yður nokkuð." Hann braut saman blaðið. „Hvað get ég gert fyrir yður, ung- frú?" „Hr. Ingram, þér verðið að trúa mér, þegar ég segi, að mér þykir afar leitt, að þetta skyldi koma fyrir. Ég vildi að ég gæti bætt úr því." „Já, en það getið þér ekki." „Einmitt þessvegna tekur mig það svo sárt." Hún fann sjálf, hve þurrlegt þetta var. „Já, einmitt, ungfrú Skagan, ég er rekinn burt, og þér segið: Mér þykir það leitt! Maður missir starf sitt, af því ung stúlka fær ekki nýjan kjól í kokkteilgildi. Hún- á sennilega fimmtán aðra kokkteilkjóla hangandi í klæða- skápnum, en ónei, hún getur ekki farið nema í nýjum. En ef þér einungis segið: Mér þykir það leitt, þá er allt gott, ekki satt?" „Yður skjátlast," sagði ungfrú Jana Skagan. Hana langaði að segja honum frá kokkteilboðinu, sem var svo mikillvægt fyrir hana, þvl þar átti hún að hitta hinn almáttuga Morton, sem máske hefði veitt henni tækifæri til að fá hlutverk við eitt af minni leikhúsunum. Hún hafði setí allt sitt traust á þetta sam- kvæmi, og svo hafði hún neyðst til að sitja heima, af því hún átti ekki kjól til að fara í. Allt þetta hefði hún gjarnan viljað segja 38 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.