Heimilisritið - 01.02.1957, Page 4

Heimilisritið - 01.02.1957, Page 4
Vor sókn cr helguð sól og vori, sveit okkar djörf og létt í spori, sé þrautin hörð, með hug og þori við hefjum hvetjandi, kallandi, æskunnar gleðisöng gjallandi. . . . Æskan er skammur unaðsdraumur, til afreksdáða tími naumur, á mcðan glóir geislaflaumur, við göngum hvetjandi, kallandi glaðan og gjallandi æskusöng. Or dœgnrlagakeppni S.K.T. GREIKKUM SPOR Hann: Inni’ í danssal oft er gaman. Enn er gleði þangað sótt, þegar vinir safnast saman, syngja’ og dansa fram á nótt. Hún: Uti’ í horni ei skal híma. Inn á góifið sækja ber. Þar er, vinur, við að glíma viðfangsefni handa þér. Hann: Eíýra sprund, mjúka mund, mætti ég þér aðstoð vcita? Hún: Þú ert frár, kænn og knár, konur margar eftir leita. iBœ8i: Ólgar mál innst í sál, öldur tóna rísa’ og hníga. Fagurt hár, blíðar brár bjartar vekja ástarþrár. Hann: Þarna’ er einn, allt-of seinn, enda margir furðu snarir. Hún: Greikkum spor, þjálfum þor. Þetta gengur fyrr en varir. Bœ8i: Alla stund, létt í Iund Ijúft við skulum dansinn stíga. Svífum hring eftir hring, heillum fólkið allt í kring. Haym: Hér er þorað, — þessi getur. Hún: Þetta gerir enginn betur. Hann: Mig til dáða dansinn hvetur. Hún: Dönsum hér í allan vetur. Hann: Ég hef ráðið lífsins letur. Hún: Letrið segir hvað: Hann: Hægri, vinstri, Hún: .................vinstri, hægri. Hann: Verum æ í þjálfun nægri. Hún: Haltu neðar, — mér um mitti. Hann: Mín er þægðin Hún: .................— ef ég dytti? Hann: Nei, ég meinri Hún: ..............— meinti hvað þá? Hann: Má ég segja það? Ur dœgnrlagakcppni S.K.T. ÞÚ ERT VAGGA MÍN HAF (Lag: Tólfti September Texti: Reinbardt Reinhardtsson) Þú ert vagga mín haf, hvergi værar ég svaf, hvergi vordaga sælli ég naut. Við þinn bládjúpa barm grét ég burtu minn harm. Ég var barn þitt í gleði og þraut. Hvort sem brosir þín brá, eða brimhvít og há rís þín bára í stormanna gný, ber mig brcnnandi þrá út á svellandi sjá og þú syngur mér ijóð þitt á ný. Eins og ólgandi blóð er þitt lag og þitt ljóð þrungið lífi og voldugri þrá tii að rísa frá smæð upp í himnanna hæð þar scm heiðríkjan vaggar sér blá. Þegar stórviðrið hvín, fegurst faldur þinn skín og úr fjötrunum andi þinn brýst. Eins og stormbarið strá nötra stand- björgin há, er þú stríðandi í hæðirnar ríst. 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.