Heimilisritið - 01.02.1957, Síða 9

Heimilisritið - 01.02.1957, Síða 9
sígarettu, þegar Celia kom á land og gekk upp sandinn. „Halló,“ heilsaði hún. „Nokk- uð bannað hér?“ „Það er alltaf eitthvað bann- að einhvers staðar,“ hlakkaði 1 Bill. Hann teygði sig og tók jakkann sinn, sem hangið hafði á skiltisstaur. Nú mátti lesa þar orðin: „Baðgestum er stranglega bannað að skipta um búning á þessum stað.“ Celia starði andartak á til- kynninguna, sagði síðan laggott: „Tóm tjara!“ „Þetta er virðingarleysi fyrir réttinum,“ sagði Bill, „að kalla opinberar auglýsingar tóma tjöru. Fimm punda sekt í við- bót.“ „Mikil ósköp. Þessi tilkynning var ekki þarna fyrir klukku- tíma.“ „Ekki ég heldur,“ sagði Bill léttur 1 máli, „en ég er hér nú.“ „Þér hafið sett þetta þarna niður. Enda afklæða allir í Rock- leigh sig hér 1 f jörunni —“ „Einmitt það? Gaman fyrir gægjarana!“ Celia teygði sig í axlalindann, eins og hún væri ákveðin 1 að hefja mótmælaaðgerðir á stund- inni. Bill stóð upp, varð hreint ekki um sel, en hún hló. „Allt 1 lagi, ég skal ekki skipta um búning. Ég klæði mig í fötin ut- an yfir sundfötin — ég ætla að bíða hér meðan þau þorna. Gæt- uð þér gefið mér sígarettu, til að stöðva glamrið í tönnunum í mér —“ Þau sneru sér við og horfðu á klettana, sneru baki að sjón- um, og Bill tók upp sígarettu. „Verið alveg róleg, Celia, ég ætla að slá striki yfir afbrot yð- ar, til að spilla ekki sumarleyfi yðar.“ „O, ég á heima hérna. Ég er blaðaljósmyndari fyrir snepil- inn á staðnum.“ Hún benti með lögulegum fæti á fatahrúgu sína bak við stóran stein og þar sá Bill atvinnumannslega mynda- vél. Og hann sagði: „Þér eigið heima hérna? Það geri ég líka — fyrst um sinn —“ þegar ógn- þrungin rödd heyrðist utan af sjónum — „Hvað á þetta að þýða?“ Þau viku sér við, og Bill sá sér til furðu, að lítil kæna var rétt framan við fjöruna. Henni var róið af vini hans Sebastian Pipejoy, og í skutnum sat gneip, öldruð kvensnift, súr og ólystug á að líta. „Hvað er þetta?“ urr- aði hún. „Eruð þér ekki strand- vörðurinn? Daðrandi í vinnutím- anum?“ Bill, sem fann naumast aðvör- unarolnbogaskot Celiu, svaraði fullum hálsi: „Ég er strandvörð- HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.