Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 52

Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 52
Tom var harður kaupsýslumað- ur, sem ekki myndi sýna honum neina linkind. „Þú ætlar þá að kæra mig fyr- ir lögreglunni?“ „Já, það virðist ekki vera um annað að gera,“ svaraði Tom. Martin skalf frá hvirfli til ilja. Hann fann þegar fangelsishurð- ina lokast að baki sér. Allt í einu missti hann stjórn á sér. Hann varð gripinn heiftaræði. . . . Þegar hann áttaði sig aftur, stóð hann með þungan eldskör- ung í hendinni og fyrir framan hann lá Tom í blóði sínu. Martin neyddi sjálfan sig til að vera rólegur og hugsa skyn- samlega. Hann starði á dauða manninn í nokkrar sekúndur. Nei, hann iðraðist ekki þess, sem hann hafði gert. En nú varð hann að flýta sér — afmá öll spor, sem gætu bent til þess, að hann hefði komið þarna. Engan grunaði, að hann hefði hitt Tom að máli. Enginn hafði séð hann koma, og nú varð hann að fullvissa sig um, að enginn sæi hann fara. Hann ætlaði að taka eldskörunginn með sér. Hann hafði ekki snert á öðrum hlut, svo engin fingraför voru til að koma upp um hann. Eftir andartak var hann kom- inn í regnfrakka. Svo leit hann aftur umhverfis sig í herberginu. Hafði hann gleymt nokkru? Já, þarna lá blaðið hans. Hann tók það og stakk því aftur í vasann á regnfrakkanum. Hann leit enn einu sinni í kringum sig og svo hljóp hann út og niður mjóan, dimman stíginn. Hvað átti hann að gera við eldskörunginn? Já, nú vissi hann það. Hann fann brátt skolpræsis- op við gangstéttarbrúnina. Hann beygði sig niður og lyfti upp rist- inni. Svo lét hann skörunginn detta og heyrði fjarlægt skvamp. Hálftíma seinna staulaðist hann útúr bíl úti fyrir íbúð sinni, og þá datt honum snjallræði í hug. Myndi það ekki vera bezta sönnunin um sakleysi hans, ef hann hringdi til lögreglunnar, er hann hefði fundið líkið?“ „ÞAKKA yður fyrir, Crowht- er,“ sagði lögregluforinginn. „Þá er aðeins eitt enn. Eruð þér al veg viss um, að hurðin hafi ekki verið læst, er þér komuð?“ „Já, alveg viss,“ sagði Martin og forðaðist að líta á hina tár- votu Mary Gray. „Ef ég hefði ekki farið að heiman,“ snökti hún, „þá . . . þá hefði þetta . . . hræðilega ekki skeð.“ „Ef þér hefðuð verið hér, hefð- uð þér máske verið myrt líka, 50 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.