Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 62

Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 62
svefnlaus,“ sagði hann. „Of- þreyta og of mikill taugaspenn- ingur. Ekkert alvarlegt. Hún ætti að vera orðin góð á morg- un.“ Ég var í stóra herberginu uppi, sem við höfðum alltaf kallað barnaherbergið. Ég var að velta því fyrir mér, hvort Brad og Helen gerðu það enn. Mig lang- aði til að spyrja hann. En mig verkjaði í augun undan skæru sólarljósinu, sem streymdi inn um gluggann, svo ég lokaði þeim aftur. Sólin var hætt að skína. — Rökkrið var skollið á. Önnur rödd gáskafull og hressileg hafði vakið mig. En það getur ekki verið, hugsaði ég, mig hefur ver- ið að dreyma. Þá heyrði ég hana aftur rétt fyrir utan dyrnar: „Það þarf eng- inn að segja mér það! Dr. Adams sagði mér, að hún væri hér. Ég vil fá að hitta hana.“ Ég settist upp, allt hringsner- ist í kollinum á mér. „Lonnie!“ hvíslaði ég. Dyrunum var hrundið upp og þarna var hann kominn. Mynd- arlegri en nokkru sinni fyrr. „Vera!“ sagði hann. „Vera, ást- in mín!“ Hann henti sér niður á rúmið, greip mig 1 faðminn og þrýsti mér að sér. Annars manns konu! Eða vissi hann ekki einu sinni um Pete? Ég las hugsanir Brads og Hel- enar úr vandræðalegum andlit- um þeirra, þegar ég leit yfir öxl hans. „Það er allt í lagi,“ sagði ég hlæjandi. „Mér er óhætt. Það getur enginn ráðið við Lonnie nema ég.“ Og þau skildu okkur ein eftir. Ég lét hann setjast á stól í hæfilegri fjarlægð frá rúminu mínu en hann ætlaði að gleypa mig með augunum. „Því ert þú ekki 1 hernum?“ spurði ég. „Var rekinn. Hefur þú ekki heyrt það?“ Ég hristi höfuðið og hann hélt áfram. „Þeir segja, að ég sé með lausa skrúfu. Fyrst átti að loka mig inni; síðan kom- ust þeir að þeirri niðurstöðu, að heppilegra væri að senda mig bara heim.“ „En hvað gerðirðu?11 Hann hallaði höfðinu aftur á bak og hló. „Ég lifði eins og blómi í eggi í mánuð. Lenti svo í slagsmálum í veitingakrá. Sló lögregluna, sem ætlaði að taka mig fastan. Var dröslað í her- búðirnar með þá mestu timbur- menn, sem nokkur óbreyttur her- maður hefur fengið og batt svo rembihnútinn á allt saman með því að dangla í smettið á yfir- foringja!" 60 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.