Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 59
Þegar ég yfirgaf skrifstofu hans var ég hamingjusamari en ég hafði verið um mánaðarskeið. En hvað Pete yrði hreykinn af mér. Ef til vill hafði hann alltaf haft á réttu að standa. Ef til vill átti ég að taka meiri þátt í störf- um félagsins. Þá myndi hann eyða tímanum með mér í stað Ellen, tala við mig eins og hann talaði við hana. Stúlka, sem ég þekkti, sá mig koma út úr skrifstofu Holroyds. Hún vildi fá að vita, hvað ég hefði viljað þangað, hvort ég ætlaði að fara að vinna aftur. Ég gat ekki þagað yfir því. Ég hældist um yfir að hafa fengið fimmtíu dollarana svo Pete gæti fengið tíma í útvarpinu og tíð- indin hljóta að hafa farið um allt eins og eldur í sinu á svipstundu. Pete hafði frétt það áður en hann kom heim. Ég stóð sem þrumu lostin og vonbrigðin gripu mig heljartök- um á meðan hann hundskamm- aði mig. „Sérðu ekki, hvernig þetta lítur út? Alveg eins og Tanner hefur verið að tönnlast á — að ég sé á sveif með fyrirtæk- inu, að ég sé leppur fyrirtækis- ins til þess að kollvarpa verka- lýðsfélaginu! Og nú biður kon- an mín yfirmann hjá fyrirtæk- inu um fimmtíu dollara! Vera, þetta mun kosta okkur hundruð atkvæða!“ „Mér þykir það leitt,“ sagði ég með grátstafinn í kverkunum. „Ég hélt ekki. Ég — mig langaði bara til —“ Hvaða máli skipti það, hvað mig langaði til? Ég hafði eyði- lagt allt. í stað þess að hjálpa honum hafði ég gert honum mein. Og hann hataði mig fyrir það. Ég staulaðist inn í svefnher- bergið og skellti hurðinni. Fimm mínútum síðar heyrði ég rödd Ellenar hörkulega og æsta. Ég gat séð hana fyrir mér þar sem hún æddi fram og aftur og keðjureykti. Hún og Pete voru að tala um, hvílíkur bjáni ég væri. Voru að reyna að finna ein- hverja leið til þess að bæta fyr- ir frumhlaup mitt. Þá fór ég að láta niður í tösk- urnar. Hvað er annað til bragðs að taka en koma sér burt, þegar ekki er þörf fyrir mann, maður er utanveltu? Ég vissi ekki einu sinni, hvert ég ætlaði. Ekki fyrr en ég stöð með ferðatöskuna í annarri hendinni og hina á svefnher- bergishurðarhúninum. Ég heyrði Pete segja: „Auðvitað getum við gefið skýringu. Mér finnst bara andstyggilegt, að koma Veru 1 slíka aðstöðu.“ HEIMILISRITIÐ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.