Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 21

Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 21
inn úr Fatímukránni, sem ég hafði skammast við. Hann talaði ensku og gerði gys að klaufa- legri Arabisku minni. „O, já, Ameríkani klæddur í amerísk föt. En ef við klæðum þig úr fínu fötunum —“ hann rétti út höndina og reif skyrtuna — „rífurn af þér þessi fínu föt, verður þú að öðrum manni. Þú verður seldur einhverjum sheik uppi í hálöndunum, langt frá ströndinni, þar sem þú heyrir aldrei móðurmál þitt talað frarn- ar. Yfirvöldin leita þín kannski fyrst í stað, en vertu viss um, að þú finnst aldrei.“ Hann hrópaði áður en hann Iauk máli sínu og kreppti hnef- ann af bræði. Hann hélt í ólar- svipu og sló mig allt í einu þvers yfir andlitið með skaftinu. Ég datt aftur á bak og andlit- ið var eins og sviðið í eldi, svo spratt ég upp og hrópaði í bræði. Hann hló að mér og skellti hurð- inni á andlitið á mér. Ég gat ekkert aðhafst. Ég var í gildru. Við vorum lokaðir þarna inni, það sem eftir var dagsins. Við fengum ekkert að borða, en það var fata af fúlu vatni í horninu. Ég drakk einn sopa af þessum óþverra og jós öðru eins yfir hausinn á mér. Það bætti ofurlítið úr, en ennþá verkjaði mig í höfuðið. Það var ekkert hægt að gera nema bíða, ég hallaði mér upp að þilinu og féll í órólegan svefn. Það var orðið dimmt, þegar há köll vöktu mig. Dyrnar voru opnaðar og þar stóð maður með riffil. Fangarnir voru leiddir út, þrír í einu, þeir komu ekki aftur. Brátt kom að mér. Ég var rek- inn á fætur og fram í gang Þar voru aðrar dyr, sem opnuðust inn í háreistan sal. Við vorum reknir upp á pall í öðrum end- anum og störðum á mennina, sem fylltu salinn. Þeir voru allir Arabar, ríkir að dæma eftir silkikuflunum og gimsteina hringjunum. Uppboðshaldarinn var þrek- legur maður og geðillskulegur. Einn af vörðunum ýtti mér fram, og hann rétti fram hönd- ina, snöggt, eins og snákur, og greip fyrir kverkar mér. Ég byrjaði að lyfta höndunum til að losa takið, en hann hélt mér eins og í skrúfstykki. Hann kunni auðsjáanlega þrælatak- ið, því hann studdi þumal- fingrinum á taug, svo sársauki fór um allan líkama minn. Ég var hjálparvana, ég gat aðeins staðið þarna máttlaus, meðan hann hristi mig eins og tusku- brúðu og kallaði til kaupend- anna. Þetta var eins og nautgripa- HEIMILISRITIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.