Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 4

Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 4
Tommy Steele kosti peninga, mikla peninga. — Skórnir, sem hann gengur í, maturinn, sem hann borðar, vínið, sem hann drekkur. Það líður varla á löngu þar til einhver fer að setja loftið, sem hann andar að sér, á flösk- ur og selja á ránverði. En hvernig hefur allt þetta meðlæti farið með unga piltinn frá Bermondsey, piltinn, sem átti heima í fátækrahverfi, sem átti móður, sem þvoði gólf og stiga ? Fyrir hálfu öðru ári var Tommy Hicks um borð í hafskipinu Mau- retaniu og var að velta því fyrir sér, hvernig hann ætti að láta kaupið sitt nægja fyrir útgjöld- unum á meðan hann hefði land- gönguleyfi. Hann hugsaði án efa um það, hvaða stúlka myndi fella hug til skipsþjóns, sem ætti ekki bót fyrir rassinn á sér. Nú getur hann, ef hann vill, gengið á milli bukkandi yfirþjóna að bezta borðinu á fínustu veitingahúsun- um, þar sem ljósin eru dauf og kampavínið bíður í ískældum flöskum. Hann getur valið úr þúsundum ungra stúlkna, sem eru ólmar í að fleygja sér fyrir fætur hans og hlaupast á brott með honum. Þær skipta tugum þúsunda, stúlkurnar í Englandi og víðar, sem eiga enga ósk heit- ari, en að giftast Tommy Steele. Tommy er búinn að fá stærri skammt af frægð en flestir menn fá alla ævi — nóg eftirlæti til þess að spilla hvaða unglingi um tvítugt sem væri. En hvernig hef- ur meðlætið farið með þennan pilt ? Við skulum heimsækja hann og athuga það nánar. Tommy situr í hægindastól við arininn í bláum ullarjakka, röndóttum sokkum og hvítum inniskóm og horfir á sjónvarpið. ,,Setjizt niður, piltar. Horfið á sjónvarpið með mér.“ — Rödd móður hans heyrist hvell úr eld- húsinu: ,.Komdu, Tommy, egg- ið þitt er orðið kalt, og svo átt þú bráðum að fara á þennan skemmtistað, Cafe de Paris.“ Hún kemur inn og snýr máli sínu til okkar. ,,Eg kann ekki við að hann vinni þar, skemmt- unin byrjar svo seint þar.“ Hicks eldri, faðir Tommy. kemur inn. Hann er feitlaginn og hláturmildur og er sýnilega hreykinn af syni sínum. En hann er ekki hrifnari af Tommy en af móður sinni, 93 ára gamalli. — ,,Tommy; á morgun verður þú að fara til ömmu þinnar. £g verð að fá mynd af ykkur saman.* Það er enginn vafi á því, hver er húsbóndinn á þessu heimili. Næsta dag förum við öll til Mary ömmu. Hún situr í stóln- 2 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.