Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 11

Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 11
fyrirgefningar. — Hann lét bara eins og ekkert Kefði í skorizt. Hvernig var að vera gift manni, sem ekki var nógu mikill mað- ur til þess að biðjast afsökunar ? Það var mjög margt, sem við áttum sameiginlegt, en nú gerði ég mér skyndilega ljóst, að það var ótrúlega margt, sem við vor- um ekki sammála um. Hann vildi helzt að við færum ein- hvern tíma seinna að búa úti í sveit — einhvers staðar þar sem við gætum haft garð og ef til vill hænsni. Eg hataði garðyrkju og tilhugsunin um að hafa hænsna- rækt var mér mjög ógeðfelld. Mið langaði mest til þess að reyna að eignast gamalt hús og þá gætum við sjálf unnið að því að gera við það og breyta því eftir okkar eigin höfði. Því svar- aði Ralph, að það væri ekkert, sem ætti eins illa við hann og að fást við hamar og nagla, máln- ingu og pensla. Mér höfðu virzt allir erfiðleik- ar okkar lítilvægir, en allt í einu voru þeir orðnir óviðráðanlegir, að mér fannst. Ég fleygði frá mér greiðunni og leit á mig í spegl- inum. — Það var til einhvers að vera að horfast í augu við stað- reyndir úr því sem komið var. Hvílíkur rómantískur bjálfi ég hafði verið, að halda að kossar hans skiptu öllu. Ég mundi ekki einu sinni á þessu augnabliki, hvemig kossar hans voru. Ég mundi mjög lítið í sambandi við Ralph. Mér fannst hann vera eins og bláókunnugur maður. Ég lokaði augunum í örvænt- ingu og reyndi að neyða mig til þess að muna hvernig kossar hans voru. En það var eins og ég hefði engar tilfinningar. Það eina, sem ég vissi af, var örvænt- ingin hið innra með mér. Mamma bankaði á dyrnar og sagði að blómvöndurinn minn væri kominn. Hún virtist eitthvað miður sín og sagði að hún vildi fá að vera ein með mér svolitla stund, en hún hefði haft svo mik- ið að gera, að tíminn væri orð- inn naumur. Eg vissi hvað hún hugsaði. — Morguninn hafði liðið mjög hratt og æ nálgaðist sú stund, að ég stæði við hlið hans og giftist hon- um, yrði eiginkona hans. Eiginkona! Eg sagði það með sjálfri mér. Ég vissi að það var stutt síðan að mér hafði fundizt það dásamlegt orð. En ekki núna. — Mér fannst það blátt áfram hræðilegt. Svo hringdi dyrabjallan og mamma hljóp niður. Ég vissi að ég varð að fá einverustund. Ég varð einhvern veginn að vinna bug á örvæntingu minni. Eg stóð kyrr og hallaði mér upp HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.