Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 12
að hurðinni og þrýsti báðum
höndum að henni. Ég sá sjálfa
mig í speglinum hinum megin í
herberginu. Mér fannst þetta
andlit ókunnugrar manneskju,
fölt og guggið. Mér fannst ég sjá
draug og ég skalf.
EG STUNDI lágt og hljóp út
úr herberginu upp þrönga stig-
ann upp á háaloft. Þangað hafði
ég oft leitað í raunum mínum
þegar ég var krakki. Ég kastaði
mér niður og skeytti engu þó að
ryk væri á loftinu og það sett-
ist í undirkjólinn minn. Þetta var
brjálæði. Brúðurin gat ekki falið
sig eins og smákrakki uppi á
háalofti á brúðkaupsdaginn. Tár-
in runnu niður kinnar mínar.
Ég held að ég hafi legið þarna
í hnipri heila eilífð. Ég vissi ekki
af mér fyrr en ég fann hönd lagða
á öxl mér. Pabbi stóð þarna og
horfði á mig. ,,Þú óhreinkar þig
á þessu, væna mín,“ sagði hann
blíðlega, og það var eins og hon-
um kæmi það ekkert á óvart, að
ég lægi þarna volandi.
Hann lyfti mér á fætur og
reyndi að slétta hár mitt. Ég
horfði á hann. „Hvernig vissirðu
að ég var hér ?“ spurði ég.
,,Þú varst ekki í herberginu
þínu og dyrnar upp á háaloftið
voru opnar,“ sagði hann bros-
andi. ,,Það lítur út fyrir að fleiri
en þú séu með glímuskjálfta út
af brúðkaupinu. Kærastinn þinn
hringdi eftir morgunmatinn og ég
er búinn að vera heima hjá hon-
um í drjúgan klukkutíma til þess
að sýna honum fram á, að hann
geti ekki hlaupið frá dóttur minni
á brúðkaupsdaginn. ‘ ‘
Eg fann óttann læsa sig um
mig. ,,Ralph — Ralph vildi ekki
giftast mér ? Vildi hann hætta
við það ?“
Allar efasemdir mínar hurfu
eins og dögg fyrir sólu á þessu
augnabliki. Ralph hafði séð eftir
framkomu sinni við mig. Ég vissi
það betur en nokkru sinni áður,
að ég vildi giftast honum — ég
þráði það fremur en nokkuð ann-
að í heiminum.
„Linda mín, það er ekkert óal-
gengt að fólk sé svolítið slæmt á
taugum þegar það ætlar að ganga
í hjónaband. Ég man það að
mamma þín hringdi til mín um
klukkan sex að morgni, daginn
sem við ætluðum að gifta okk-
ur, og sleit trúlofun okkar. Og
það sem meira er, þá var ég bú-
inn að sitja við símann í margar
klukkustundir og ætlaði alltaf að
hringja til hennar og segja henni
að ég vildi ekki giftast henni, en
hafði ekki kjark í mér til þess.‘
Pabbi settist á gamla kistu á
loftinu, rétt eins og okkur lægi
ekki vitund á. „Auðvitað gift-
10
HEIMILISRITIÐ