Heimilisritið - 01.08.1958, Side 16

Heimilisritið - 01.08.1958, Side 16
lingar voru barÖir, sparkað í þá, kuldanum og hungrinu og ósegj- anlegum óþrifnaði og mann- vonzku starfsliðsins. Sömuleiðis lýsti hún timburklefunum, sem sjúklingum var fleygt inn í tím- unum saman ef þeir höguðu sér illa. Niðurstaðan af lýsingum henn- ar var sú, að fyrirskipuð var opin- ber rannsókn og stóðst frásögn hennar í einu og öllu. Forstjóra geðveikrahælisins var vísað úr starfi og þremur milljónum doll- ara var varið til endurbóta á hæl- inu. Nellie Bly fékk atvinnu sem blaðamaður. Hún hét réttu nafni Elizabeth Cochrane, en ástæðan til þess að hún leyndi hinu rétta nafni sínu, var sú, að fæðingarbær hennar, Cochrane Mills, hafði verið skírð- ur eftir föður hennar, sem var mikilsvirtur dómari á staðnum. Hinir virðulegu borgarar þar hefðu aldrei getað þolað það, að Elizabeth litla gerðist blaðamað og skrifaði í blöðin. Hún hafði byrjað blaða- mennskuferil sinn sextán ára að aldri með því að skrifa svo æsi- legt bréf til ritstjóra blaðs eins í Pittsburgh, að hann bauð henni starf þegar í stað. Hún vann þar í fjögur ár, en lagði síðan af stað með 100 dollara í vasanum til þess að freista gæfunnar í New York og verða sér úti um blaða- mennskustarf þar. Aður en henni tókst loks að fá áheyrn hjá Pulitzer, hafði veski hennar með öllum peningunum verið stolið, og ef hún hefði ekki fengið þessa vinnu, hefði hún staðið uppi auralaus og atvinnu- laus í stórborginni. Eftir dvöl sína á geðveikra- hælinu varð hún einn helzti blaðamaður við The World og alltaf var það eitthvað spenn- andi, sem hún fékkst við og skrif- aði um. 1 októbermánuði árið 1889 sendi Pulitzer hana út af örkinni í ferðalag, sem gerði hana heimsfræga. Franski rithöfundurinn Jules Verne hafði skrifað bókina ,,Um- hverfis jörðina á áttatíu dögum“ og var hún metsölubók um þess- ar mundir. (Bókin hefur nú ver- ið kvikmynduð, var það Mike Todd, sem gerði hana og hefur hún hlotið Oscars-verðlaunin). ! bókinni er sagt frá Englend- ingi einum, Phileas Fogg, sem fer umhverfis jörðina á áttatiu dögum, en það var talið ótrúlega stuttur tími á þeim árum. Notar hann alla þá farkosti, sem um er að velja og lendir í margs kon- ar mannraunum og ævintýrum. Pulitzer leit þannig á málið, að úr því að tilbúin skáldsagnaper- sóna gæti gert þetta, þá ætti 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.