Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 18
koma upp um slæma verkstjóra
og í verzlunum til þess að koma
upp um þjófa. Lesendur dáðu
hana innilega, en opinberir em-
bættismenn hötuðu hana.
Þegar Nellie var 28 ára kynnt-
ist hún 72 ára gömlum milljóna-
mæringi frá Chicago, Robert L.
Seaman að nafni, og tók bónorði
hans. Eiginmaður hennar dó
nokkrum árum seinna og hún
erfði mikinn auð eftir hann. En
hendur hennar, sem' voru svo
leiknar með pennann, voru síður
en svo hæfar til þess að fara með
fjármuni.
Hvert fyrirtæki hennar af öðru
fór á hausinn og mjög gekk á
peninga hennar í hvert skipti.
Nellie var mjög heiðarleg mann-
eskja, en hún áttaði sig ekki á
því, að óheiðarlegt fólk var að
starfi hjá henni og í félagsskap
með henni, og á því fékk hún
að kenna. Arið 1919 var svo
komið, að hún hafði misst allt
sitt og henni þótti vænt um að fá
atvinnu við blaðið New York
journal.
Hún var enn fær um að skrifa
spennandi greinar, en þegar hér
var komið sögu, höfðu amerískir
blaðalesendur fengið aðra blaða-
menn, sem voru í miklu uppá-
haldi og nafn hennar var að
mestu gleymt. Hún skrifaði enn
æsifréttir, en þær vöktu ekki
mikla athygli. Sú tíð var liðin,
að mönnum þætti til þess koma
þó að kvenmaður ynni karl-
mannsverk, slíkt var orðið of al-
gengt fyrirbæri.
1 janúar árið 1922 fékk Nellie
Bly lungnabólgu er hún var að
starfi og fimm dögum seinna dó
hún í sjúkrahúsi í New York. *
Guðs eigið lancL
Sum hémðin í vesturhluta Texas eru fremur ömurleg, en jarð-
eignasalarnir létu það ekki á sig fá. Einn þeirra var að útmála
gæði landsins fyrir væntanlegum kaupanda og sagði:
„Nú, það eina, sem Vestur-Texas vantar til að verða eins og
aldingarðurinn Eden, er gott fólk og vatn.“
„Já,“ sagði viðskiptamaðurinn þurrlcga, „og það er líka það eina,
sem helvíti vantar.“
16
HEIMILISRITIÐ