Heimilisritið - 01.08.1958, Side 19
Sögulegt sjónvarpsviðtal
Sonur Winstons ChurChill hefur munninn fyrir neðan nefið
EINN af vinsælustu þáttunum
í sjónvarpi vestan hafs, eru við-
talsþættir, sem hafðir eru við
ýmsa fræga menn. Þulirnir í
þessum þáttum eru mjög slyngir
og leika fórnardýrin oft grátt með
ýmsum nærgöngulum og við-
Randolph Churchill
kvæmum spurningum. Áhorf-
endur þessa þáttar hafa lengi
vonað, að einhvern tíma kæmi
harðsnúinn náungi, sem gæti
hlunnfarið þulinn. Og nú hefur
það skeð.
Sá, sem valinn var til að koma
fram í þættinum, var blaðamað-
urinn Randolph Churchill, einka-
sonur sir Winston. Hann hlust-
aði kurteislega, meðan hann var
kynntur sem ,,hvassyrtur, skap-
mikill og óttalaus maður“. En
þegar þulurinn, John Wingate að
nafni, slysaðist til að minnast á
,,hinn hörmulega atburð, þegar
Sara systir yðar var handtekin í
Kaliforníu” (hún var sektuð um
50 dollara fyrir ölvun og óspektir
á almannafæri), þá sýndi Rand-
olph, að lýsingin á honum var í
alla staði rétt.
,,Eg ræði ekki málefni, sem
snerta meðlimi fjölskyldu minn-
ar við ókunnuga,“ hvæsti hann.
,,Þér senduð eitt af leiguþýjum
yðar til mín í morgun til þess að
kynna mér þau málefni, sem þér
HEIMILISRITIÐ
17