Heimilisritið - 01.08.1958, Page 26

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 26
í ljós, að þetta var kraftalegur karlmaður og ekkjan var búin til af honum. PÓSTURINN er notaður í margs konar öðrum svikum og svindli. Þekktur skartgripasali í Ziirich var svo heimskur, að hann tók sem góða og gilda vöru meðmælabréf frá fyrirtæki einu í Amsterdam. — Meðmælabréf þessi voru send honum og þar kynntir tveir sölumenn firmans, en skartgripasalinn tók ekkert eft- eftir því, að bréfin voru rituð á bréfsefni eins fínasta hótelsins í Zurich. Hann tók mjög vel á móti sölu- mönnum þessum. Það reyndist vera karlmaður og aðlaðandi eig- inkona hans. Skartgripasalinn sýndi þeim mikið safn af rándýr- um skartgripum og demöntum. Konan leit mjög áköf á demant- ana, en allt í einu gaf hún frá sér stunu og féll á gólfið, en bakkinn með demöntunum féll einnig á gólfið og hinir dýru steinar ultu út um allt. Skartgripasalinn náði strax í sterkan drykk og konan náði sér brátt. Á meðan hafði maður hennar tínt upp demantana og sett þá í bakkann. „Þetta er allt í lagi,“ sagði hann. ,,Konan mín þolir oft ekki að sjá demanta, þeir hafa svo æsandi áhrif á hana. Hún fær þá einhverja van- líðan.“ Tveimur dögum seinna komst skartgripasalinn að því, hvernig leikið hafði verið á hann. Yfir- liðið hafði veitt eiginmanninum tækifærið, sem hann þurfti til þess að stela hinum raunverulegu demöntum en láta verðlausa glerhnullunga í þeirra stað. — Skötuhjúin höfðu rænt demönt- um fyrir tíu þúsund sterlings- pund. EINMANA piparkerlingar eru yfirleitt of gætnar til þess að láta blekkja sig með bréfaskriftum. Þó var einn klókur óþokki í Frakklandi, sem hafði tugi þús- und franka út úr einmana pipar- kerlingum með því að lofa þeim, að hann myndi senda þeim magnaðan ástardrykk í staðinn. Við rannsókn kom í ljós, að þessi ástardrykkur var ekki annað en litað vatn. Þegar lögreglan hand- tók manninn, sýndi hann henni fjölda bréfa frá ánægðum við- skiptavinum. — Margar konur höfðu skrifað honum, að eftir að hafa drukkið þennan drykk, hefðu þær öðlazt á ný ástar- drauma og sælu æskuáranna, og meira en það, margir karlmenn hefðu leitað ásta þeirra á eftir þó að þeir hefðu aldrei viljað líta við þeim áður. 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.