Heimilisritið - 01.08.1958, Page 29

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 29
væri um borð í bát sem héti Nelly og lægi í vík einni skammt frá. Það var ekki fyrr en eftir tvo daga, að Lindbergh komst að því, að ekki var til neinn bátur með þesu nafni. Það liðu margar vikur þangað til Lindbergh-hjón- in fundu lík barnsins. Oll bandaríska lögreglan var sett í það að hafa uppi á þessum fyrirlitlega glæpamanni. Lögregl- an treysti einna helzt á, að núm- erin á seðlunum, sem lausnar- gjaldið var greitt með, myndu koma upp um glæpamanninn. En það gat þó orðið nokkuð erf- itt, því að það er erfitt að láta alla þá aðila, sem fjalla um pen- inga, líta gaumgæfilega á hvern seðil, sem um þeirra hendur fer. Tíminn leið og seðlar þessir fóru að komast í umferð. Bankar vissu ekki hverjir höfðu lagt þá inn, kaupmenn mundu ekki hver hafði borgað með þeim. Seðlar þessir komu aldrei tvisvar fram á sama staðnum. Tveimur árum eftir að barninu var rænt, var ræninginn ófundinn. Þá voru komnir fram fimm þúsund dollarar af lausnargjald- inu — aðeins einn tíundi hluti. Af rannsóknum á þessum seðl- um komust vísindamenn að því, að leita bæri að trésmið af þýzk- um ættum. Um svipað leyti fann lögreglan, að naglarnir, sem not- aðir voru í stigann höfðu verið keyptir í byggingarvöruverzlun í Bronx-hverfinu í New York. Lögreglan var í rauninni að leita að Bruno Hauptmann. — Hauptmann gerði mistök sín er hann þurfti að koma við á benz- ínstöð og kaupa nokkra lítra af benzíni. Hann borgaði með tíu dollara seðli. Það var venja á stöðinni, að taka númer þeirra bíla, sem þangað komu, og svo var gert í þetta sinn líka. Samt sem áður liðu þrír dag- ar þangað til lögreglumenn komu til stöðvarinnar. Þaðan lá leiðin í fátækrahverfi í Bronx og beint til Hauptmanns, trésmiðs, sem tvívegis hafði verið handtekinn fyrir þjófnað í Þýzkalandi. Sjötíu og fimm lögreglumenn slóu hring um bílskúrinn, sem Hauptmann átti, og handtóku hann. Bílskúrinn var rifinn nið- ur og þar fundust á bak við þilj-, ur 13.750 dollarar í seðlum með númerum frá lausnargjaldinu. Sömuleiðis voru slíkir seðlar í vösum Hauptmanns. Við nánari rannsókn kom í ljós, að nokkuð af efni stigans hafði verið fengið úr þilklæðningu á loftinu í húsi Hauptmanns, og nokkur hluti hafði verið keyptur í timburverzl- un skammt frá. Með stórum Ijósmyndum var hægt að sanna að fingraförin frá HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.