Heimilisritið - 01.08.1958, Side 30
heimili Lindberghs voru eftir
Hauptmann og rithandarsérfræð-
ingar voru sammála um, að hann
hefði skrifað bréfin, þar sem
lausnargjaldsins var krafizt. —
Símanúmer Jafsie Condons
fannst einnig í íbúð hans.
Jafsie bar það fyrir rétti, að
Hauptmann væri maðurinn, sem
hann hefði séð bregða fyrir við
kirkjugarðsvegginn. Hauptmann
hafði fært mjög nákvæma dag-
bók um útgjöld sín og þar sást
meðal annars, að hann hafði
skrifað hjá sér brúartoll, sem
hann hafði orðið að greiða á leið
sinni til Lindenbergh-hússins,
kvöldið sem barninu var rænt.
Hauptmann hafði verið spar-
samur maður, en eftir að hann
fékk peningana frá Lindbergh,
fór hann að eyða og sóa. Hann
sagði nágrönnum sínum, að hann
hefði grætt vel á skinnasölu, en
lögreglan gat sannað, að hann
hefði aldrei grætt eyri á skinna-
sölu. Það var líka hægt að af-
sanna með öllu þá staðhæfingu
Hauptmanns, að hann hefði
fengið þessa peninga hjá Gyð-
ingi einum, sem síðar hefði dáið
í Þýzkalandi.
Hauptmann var sendur í raf-
magnsstólinn og þegar straumn-
um var hleypt á, leið hataðasti
maður heims undir lok. *
28
HEIMILISRITIÐ