Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 40
sínu að eldhúsdyrunum. Innsigl-
ið var óhreyft, svo að ekki gat
ég hafa farið inn um þær.
Við gengum að aðaldyrunum.
Kaupmaðurinn greip í hurðar-
húninn. Þær voru harðlæstar að
innan.
Læknirinn klóraði sér í skegg-
inu og leit á mig, en ég starði al-
gerlega skilningsvana á dyrnar.
,,Eg skil þetta ekki," sagði
hann. — ,,Eruð þér viss um, að
þér hafið verið inni í húsinu ?“
,,Eg get sagt ykkur það, að á
eldhúsborðinu liggur sálmabók
og að dánarvottorðinu er stungið
inn á milli blaða í henni.“
,,Það er rétt,“ sagði lögreglu-
þjónninn. — ,,Það gerði ég sjálf-
ur. . . .“
Nú var innsiglið brotið og við
gengum inn í hús hinnar látnu.
Stína gamla lá í rúminu, kistan
stóð við hliðina á rúminu.
,,Þetta er ofvaxið mínum skiln-
ingi,“ sagði læknirinn. — ,,og
krefst nánari athugunar. En nú
verðum við að flýta okkur með
meðulin til veika mannsins."
En heima tók ekki betra við.
Þar var nefnilega alls enginn
Karl Hansen sýnilegur. Ég sýndi
félögum mínum hvar ég hefði
gengið frá honum.
,,Hver er annars vanur að sofa
í þessu rúmi ?“ spurði læknirinn.
,,Ég sjálfur."
í
,,En þér hafið ekki legið í því
í nótt ?“
,,Nei, ég lánaði gestinum
það.“
,,0g hvar höfðuð þér búið um
sjálfan yður ?“
,,Hvergi. Ég var að sækja með-
ulin.“
Læknirinn athugaði rekkjuvoð-
irnar í rúminu, sem ég sagði að
Karl hefði sofið í.
,,Hér virðist enginn hafa sof-
ið í nótt. Hvergi svo mikið sem
hrukka eða brot.
Mig langaði ekki til að dvelja
lengur í litla húsinu á ströndinni.
Ég fór aftur til þorpsins og leigði
mér herbergi í gistihúsinu þar.
Eiginlega gæti ég nú lokið
þessari dularfullu, en sönnu frá-
sögn. En eftirleikur hennar varð
ekki síður undarlegur. Ég þarf
ekki að taka það fram, að spá-
dómur Stínu um dvöl erlendra
hermanna í húsinu hennar, rætt-
ist fullkomlega. Þjóðverjar lögðu
það undir sig og höfðu varðflokk
þar.
En sumarið 1949 vitjaði ég aft-
ur á þessar slóðir, knúinn þang-
að af hinni óráðnu gátu. Nú var
búið að breyta stærsta sumarbú-
staðnum í ódýrt greiðasöluhús og
fyrsta kvöldið, þegar við hjónin
settumst við miðdegisverðarborð-
ið, kom maður til okkar. Hann
þurfti ekki að kynna sig. Ég
38
HEIMILISRITIÐ