Heimilisritið - 01.08.1958, Page 41

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 41
þekkti hann undir eins. Það var hinn dansk-ameríski Karl Han- sen. „Hvernig þekkið þér nafn mtt?“ spurði hann. ,,Það get ég sagt yður að mið- degisverðinum loknum,“ sagði ég. Við fórum upp í herbergið hans og þar sagði ég honum frá öllu, sem fyrir mig hafði borið. Hann stóð við gluggann og horfði út á Norðursjóinn. ,,Já, lífið er sannarlega skrýt- ið,“ sagði hann. „Dagana, sem þér urðuð fyrir þessum undarlegu atburðum, sat ég einmitt í fang- elsi í Omaha. Kvöld eitt í klefan- um mínum varð ég fyrir mjög einkennilegri vitrun. Mér fannst ég koma hingað, veikjast og vera hjúkrað af ókunnugum, dönsk- um manni. En sárast fannst mér þó það, að ég skyldi koma of seint . . . Mamma var dáin. . . .“ Sverrir Haraldsson þýddi lauslega Það gerði gæjumuninn Bjössi lidi var kominn hcim mcð einkunnabókina sína. Sú var ekki sérlega glæsileg. „Ég er alvcg að gefast upp á þér,“ sagði pabbi hans. „Hvern- ig stendur á því, að Nonni er alltaf efstur í bekknum, en þú neðstur?-“ Strákur leit ásakandi á föður sinn „Þú gleymir því pabbi,“ ságði hann hógværlega, „að Nonni á svo gáfaða foreldra.“ Einmitt! írskur málflutningsmaður var að flytja mál fyrir bónda, sem misst hafði kúna sína. Járnbrautarlest hafði ekið á hana. Hann mælti á þessa leið: „Ef lestinni hefði verið stjórnað cins og á að stjórna henni, eða hefði bjöllunni verið hringt eins og á að hringja henni, eða hefði verið blásið í flautuna eins og á að blása í hana, en hvorugt af þessu var ekki gert, hefði kýrin ekki skaddast þegar hun drapst. I 3» HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.